NM í sundi 26. til 27. okt. 2007
Nú um helgina fór fram í Laugardalslaug Norðurlandamót fatlaðra í sundi. Um 80 sundmenn frá 7 löndum tóku þátt í mótinu sem er fyrsta Norðurlandamótið í sundi sem haldið hefur verið hér á landi síðan 1981 en þá var mótið haldið í Vestmannaeyjum. Kepppendur á Norðurlandamótinu komu auk Íslands frá Finnlandi, Færeyjum, Noregi og Svíþjóð auk sundmanna frá Eistlandi og Lettlandi sem sérstaklega var boðin þátttaka á mótinu. Að aflokinni mótssetningu þar sem borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson ávarpaði og heilsaði upp á keppendur hófst mótið. Alls tóku 18 Íslendingar þátt í mótinu en flestir íslensku keppendanna eru ungir að árum og voru mörg hver að taka í fyrsta sinn þátt í stóru alþjóðlegu sundmóti. Stóðu þau sig með mikilli prýði og unnu felst þeirra til verðlauna auk þess að setja 8 Íslandsmet. Íslandsmet þessi settu:
Á alþjóðlegum sundmótum er keppt í flokkum hreyfihamlaðra S1 til S10 þar sem lægsta talan gefur til kynna mestu fötlun og sú hæsta minnstu fötlun. Í flokkum blindra er keppt í flokkum S11 - S13 og í flokki þroskaheftra sem er S14. Norðurlandamótið þetta var viðurkennt af Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra - IPC, sem þýddi að þeir tímar sem á mótinu náðust gáfu stig á styrkleikalista sundnefndar IPC, lista sem notaður til viðmiðunar fyrir val keppenda á Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í Kína 2008. Til að tryggja að mótið væri löglegt í alla staði, naut Íþróttasamband fatlaðra dyggrar aðstoðar Sundsambands Íslands þar sem alþjóðlegir dómarar úr þeirra röðum á dæmdu á mótinu og eru þeim ásamt þeim öðrum er aðstoðuðu við mótið færðar bestu þakkir. Veitt voru sérstök verðlaun fyrir besta árangur samkvæmt stiga og forgjafaútreikningi sem er besti árangur miðað við heimsmet í viðkomandi fötlunarflokki (heimsmet = 1000 stig). Besta árangrinum náði Eistinn Karo Ploomipuu, flokki S10 sem hlaut 992 stig fyrir 50 m baksund sem hann synti á tímanum 29,59 sek. Í öðru sæti varð Anders Olson, frá Svíþjóð, sem sem hlaut 986 stig fyrir 400 m skriðsund í flokki S6 á tímanum 4:52,83 mín og í þriðja sæti Alex Racoveanu, einnig frá Svíþjóð með 899 stig fyrir 50 m flugsund í flokki S9 sem hann synti á á tímanum 29,62 sek Óhætt er að fullyrða að mótið hafi í alla staði tekist mjög vel og luku hinir erlendu sundmenn einróma lofi á hina glæsilegu innilaug í Laugardalnum. Næsta Norðurlandamót í sundi fer fram í Finnlandi 2009 Verðlaun íslensku keppendanna skiptust þannig: Karen Björg Gísladóttir S14 Gull 400 skrið, 100 flug, 100 skrið, 50 flug, 100 bring Hulda Hrönn Agnarsdóttir S14 Gull 50 bak, 100 bak, 200 fjór, 50 skrið, silfur 100 skrið, 50 flug, Lára Steinarsdóttir S14 Borns 50 bringa, 100 bringa Jón Gunnarsson S14 Gull 400 skrið, 100 skrið, 100 bak, 100 bringa Silfur 50 skrið Skúli Steinar Pétursson S14 Gull 200 fjór, Silfur 400 skrið, 100 flug, 100 skrið, Adrian Oscar Erwin S14 Brons 400 skrið, 100 skrið, 100 bringa Ragnar Ingi Magnússon S14 Brons 50 bak, Gull, unglingaflokkur. 50 skrið Eyþór Þrastarson S11 Gull 400 skrið, Silfur 100 bak Brons 100 skrið, 50 skrið Guðfinnur Karlsson S11 Gull 50 bak Brons 400 skrið, Guðmundur Hermannsson S9 Brons 400 skrið Jana Birta Björnsdóttir SB8 Brons 100 bringa Sonja Sigurðardóttir S5 Gull 100 bak, Silfur 50 bak, Brons 100 skrið Anna Kristín Jensdóttir SB5 Gull 50 bringa, Silfur 100 bringa Hrafnkell Björnsson S5 Silfur 50 bringa, 50 skrið Vignir Gunnar Hauksson SB5 Silfur 100 bringa Heildarúrslit mótsins Flokkuð úrslit |