Ţann 11. janúar sl. fór fram blađamannafundur ţar sem kynntar voru styrkveitingar ÍSÍ til afreksstarfs sérsambanda á árinu 2008 en međal styrkţega voru nokkrir fatlađir íţróttamenn. Styrkveitingar ÍSÍ ađ ţessu sinni nema samtals um 60 milljónum króna en úthlutađ er kr. 42 m.kr. úr Afrekssjóđi og 10.050 ţús. úr sjóđi ungra og efnilegra íţróttamanna. Afrekssjóđur hefur enn fjármagn til aflögu á árinu og verđur ţađ fjármagn nýtt í samrćmi viđ árangur og verkefni sérsambandanna. Ţrátt fyrir góđan styrk ađ ţessu sinni er enn langt í land ađ styrkir ÍSÍ standi undir afreksstarfi sérsambandanna. Ţegar skođađar eru umsóknir sérsambandanna í hina tvo sjóđi ÍSÍ, sést eftirfarandi:
Til afrekssjóđs bárust umsóknir vegna 38 einstaklinga og vegna 25 verkefna. 33 einstaklingar hljóta styrk ađ ţessu sinni og 12 verkefni. Nokkrar breytingar eru á listum ţeirra sem hljóta A, B og C styrki sjóđsins. Alls eru 16 íţróttamenn á ţeim styrkjum. 3 á A-styrk, 9 á B-styrk og 4 á C-styrk. Međal ţeirra sem B styrk hlutu eru ţeir Jóhann R. Kristjánsson, borđtennismađur frá íţróttafélaginu Nes og Baldur Ćvar Baldursson, frjálsíţróttamađur úr íţróttfélaginu Eik en áhersla er lögđ á ţá einstaklinga sem tryggt hafa sér ţátttökurétt eđa eiga möguleika á ţátttöku á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlađra í Peking. Einnig hlutu afreksstyrk ţau Eyţór Ţrastarson, Sonja Sigurđardóttir og Embla Ágústsdóttir öll úr Íţróttafélagi fatlađra í Reykjavík. Ţá hefur sjóđsstjórnin ákveđiđ, líkt og áđur heftur veriđ gert á Ólympíuári, ađ afreksstyrkir einstaklinga er veittir fram til 30. september 2008, međ ţađ í huga ađ sjóđsstjórnin endurmeti úthlutun sína á vormánuđum eđa í haust. Ađ auki hlutu sundkonurnar Karen Björg Gísladóttir og Hulda Hrönn Agnarsdóttir úr íţróttafélaginu Firđi og borđtennismađurinn Tómas Björnsson úr Íţróttafélagi fatlađra í Reykjavík styrk úr sjóđi ungra og efnilegra íţróttamanna. Íţróttasamband fatlađra óskar íţróttafólkinu til hamingju međ styrkveitinguna og góđs gengis á árinu 2008. |