Íþróttasamband Fatlaðra | þriðjudagur 5. febrúar 11:33

Nemendur KHÍ á námskeiði um íþróttir fatlaðra


3. árs nemendur Kennaraháskóla Íslands, Íþróttafræðiskorar á Laugarvatni hafa verið á námskeiði um íþróttir fatlaðra en námskeiðið fer fram í janúar og febrúar.

Fjölmargir aðilar koma að námskeiðinu, þann 23. Febrúar heimsóttu þau sérdeild FB í Breiðholti og í dag var Halldór Guðbergsson, formaður Blindrafélags Íslands og fyrrverandi keppnismaður í sundi með fyrirlestur og æfingar fyrir hópinn. Á myndunum eru nemendur í verklegu æfingunum .

Þann 6. Febrúar verður Ingi Þór Einarsson með erindi um sundþjálfun og afreksþjálfun fatlaðra og þann 8. Febrúar fara nemendur í vettvangsferð á Reykjalund þar sem Ludvig Guðmundsson í læknaráði ÍF verður með fyrirlestur og kynnir starfsemi Reykjalundar.

Nemendur fara á bocciadómaranámskeið en nemendur munu verða starfsmenn Íslandsmóts í boccia og fleiri greinum 4. - 6. apríl 2008.

Áralangt ánægjulegt og farsælt samstarf hefur verið á milli ÍF og KHÍ, íþróttafræðiskorar á Laugarvatni.