Íþróttasamband Fatlaðra | fimmtudagur 17. apríl 17:59

Olís styrkir ÍF

Olíuverslun Íslands hf – Olis hefur skrifaði undir styrktarsamning við Íþróttasamband fatlaðra um beinan fjárstuðning vegna Ólympíumóts fatlaðra sem fram fer í Peking í september n.k.
Olís hefur um margra ára skeið stutt starfssemi sambandsins og var nú endurnýjaður formlegur samningur um fjárhagslegan stuðning vegna undirbúnings og þátttöku íslensku keppendanna á mótinu.
Auk þessa býðst aðildarfélögum Íþróttasambands fatlðara aðgangur að ýmsum þeim tilboðum og fríðindum Olís sem hefur upp á að bjóða.

Óhætt er að fullyrða að árangur fatlaðra íþróttamanna á Ólympíumótum fatlaðra undanfarin ár hafi verið frábær en árangur íslensku keppendanna er afrakstur markvissrar vinnu þar sem allt hefur verið gert til að búa íslensku keppendurna sem best undir slík stórverkefni. Íþróttasamband Fatlaðra hefur lagt metnað sinn í að fatlaðir íþróttamenn séu landi og þjóð til sóma og vill Olís með samningi þessum renna styrkari stoðum undir starfssemi Íþróttasambands Fatlaðra.

Mynd: Camilla Th Hallgrímsson, varaformaður Íþróttasambands fatlaðra og Sigurður K. Pálsson forstöðumaður markaðssviðs Olís við undirritun samningsins. Með þeim á myndinni eru þau Guðrún Jónsdóttir frá markaðssviði Olís og Ólafur Magnússon frá ÍF.