Laugardaginn 7. júní næstkomandi mun Íþróttasamband Fatlaðra standa að tveimur stórmótum. Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum utanhúss mun fara fram á Laugardalsvelli og Bikarkeppni ÍF í sundi mun fara fram í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Þá munu tveir fatlaðir keppendur taka þátt á Íslandsmóti WPC í bekkpressu sem fram fer í nýju Intersport versluninni í Lindum í Smárahverfinu í Kópavogi. Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum hefst á Laugardalsvelli laugardaginn 7. júní kl. 9.30 og verður keppt í 100m. og 200m. hlaupi, kúluvarpi, langstökki og hástökki. Tímaseðill í frjálsum. Bikarmót ÍF í sundi fer fram í Grafarvogslaug laugardaginn 7. júní og hefst keppni kl. 12 að hádegi og lýkur um kl. 14.Nánari upplýsingar um mótið má nálgast hjá Inga Þór Einarssyni á issi(hjá)islandia.is Þá verður lyftingamót WPC á Íslandi í nýju Intersport versluninni hjá Lindum í Kópavogi á laugardag og hefst keppni kl. 14:00. Tveir keppendur úr röðum fatlaðra munu taka þátt í mótinu en það eru þeir Þorsteinn Magnús Sölvason sem verður á meðal keppenda á vegum ÍF á Ólympíumótinu í Peking dagana 6.-17. september síðar á þessu ári og Vignir Unnarsson. Vignir gerði garðinn frægan á Alþjóðaleikum Special Olympics sem fram fóru í Shanghai á síðasta ári. Þorsteinn er Íslandsmeistari í flokki ófatlaðra hjá WPC í sínum þyngdarflokki, -75kg. og er hann margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi í flokki fatlaðra. Nánari upplýsingar um mótið veitir Arnar Már Jónsson á loggurinn(hjá)hotmail.com Það verður því nóg um að vera hjá Íþróttasambandi Fatlaðra um helgina og sé nánari upplýsinga óskað er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍF í síma 514 4080 eða á póstfanginu if(hjá)isisport.is |
![]() |