Föstudaginn 4. júlí síðastliðinn snæddi fjöldi manns á vegum Íþróttasambands fatlaðra í blindu kaffihúsi að Hamrahlíð 17 í Reykjvík. Þarna var saman kominn hluti hópsins sem viðstaddur verður Ólympíumót fatlaðra í Peking í september á þessu ári. Bæði keppendur, fararstjórar og aðrir létu vel af þessari reynslu sem svo sannarlega var athyglisverð tilbreyting frá hversdagslífinu. Það er Ungmennadeild Blindrafélagsins sem stendur að blinda kaffihúsinu í Hamrahlíð en opið er mánudaga til föstudaga frá kl. 11 til 15 og laugardaga frá kl. 12-16. Borða pantanir eru í síma 525 0034 og 895 8582. Nánar (myndir) |