Sumarmót GSFÍ 23. júní Hvaleyrarholtsvelli GSFÍ, samtök fatlaðra á Íslandi stefna að því að efla þátttöku fatlaðra í golfíþróttinni. Þessi kynningardagur 21. júní og sumarmóti 23. júní eru liður í því að bjóða fötluðum golfáhugamönnum upp á að kynnast og taka þátt í þessarri vinsælu íþrótt. Án aðstoðar, hvatningar og kynningar frá íþróttahreyfingu fatlaðra ná samtökin ekki til fatlaðra á landinu. Því er það mjög mikilvægt að stjórnir aðildarfélaga ÍF og forsvarsmenn samtaka fatlaðra, taki virkan þátt í að hvetja fólk til að mæta á kynninguna 21. júní og fylgjast með hvað er í boði.
|
|