Þann 9. júní komu 13 bogaskyttur frá bogfimifélaginu í Dannenberg Þýskalandi, í heimsókn til Íslands. Bogfimideild ÍFR, hefur heimsótt þetta félag, annað hvert ár frá árinu 1984 og nú var komið að þýska félagið að endurgjalda heimsóknir Íslendinganna. Félagarnir í bogfimideild ÍFR hafa einnig tekið þátt í bogfimikeppni í Hamborg, annað hvert ár sem ber heitið Island Turnier, til heiðurs íslenskri bogfimi. |
Í Dannenberg er einnig haldið annað hvert ár bogfimikeppni sem Íslendingum er sérstaklega boðið til og hafa þeir forgang um þáttöku í þeirri keppni. Fyrir þremur árum var ákveðið að félagar í Dannenberg kæmu til Íslands 2002 og héldu þar bogfimimót auk þess sem þeir vildu kynna íþróttina fyrir þeim sem áhuga hefðu. Einnig var ferðin nýtt til að skoða landið. |
Fyrsta bogfimimótið, utanhúss á Íslandi, var haldið 14. júní á Valbjarnarvelli Ákveðið var að halda bogfimimót utanhúss, þann 14 júni á Valbjarnarvelli í Laugardal. Þetta er fyrsta bogfimimótið sem haldið er utanhúss á Íslandi og einnig fyrsta bogfimimótið þar sem erlendir gestir keppa á, fyrir utan Norðurlandamótin innanhúss. Mótið hófst kl. 20.00 og stóð til miðmættis Nánari upplýsingar veitir Leifur Karlsson, formaður bogfiminefndar ÍFR og/eða framkvæmdastjóri Íþróttahúss fatlaðra s.561 8225 ifr@tv.is |