Íþróttasamband Fatlaðra | fimmtudagur 12. september 21:22

Fótboltamót fatlaðra

Fótboltamót fatlaðra var haldið í fimmta sinn á Akrasnesi laugardaginn 7. september. Það hefur verið haldið þrisvar sinnum innanhúss en þetta var í annnað sinn sem það var haldið utanhúss.
Það voru sjö lið sem tóku þátt þar af eitt gestalið frá íþróttafélagi heyrnarlausra (ÍFH). Liðunum er skipt upp í tvo riðla eftir styrkleika leikmanna þ.e.a.s. getumeiri og getuminni riðlar.

Liðin í getumeiri riðlinum voru Íþróttafélagið Ösp sem bar þar siður úr bítum, Eik/Akur sem hreppti annað sætið og síðan kom sameiginlegt lið Aspar og Þjóts frá Akranesi. Í getuminni flokknum urðu lið Þjóts og Aspar jöfn í 1.-2. sæti og í þriðja sæti kom síðan lið Eikar frá Akureyri.
Eftir mótið var síðan slegið upp grillveislu þar sem grillaðar voru pylsur og þeim rennt niður með kók.

Þessi mót eru samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra og KSÍ sem hefur ætið tilnefnt dómara á þessi mót. Einnig hafa landsliðsþjálfarar mætt og stjórnað upphitun áður en mótið hefst og síðan séð um verðlaunaafhendingu að loknu móti.

MYNDIR FRÁ MÓTINU