Fyrsta aflraunamót fatlaðra var haldið laugardaginn 28.sept. og fór mótið fram við Íþróttahús ÍFR. Ekki er vitað til þess að mót með þessu sniði hafi áður verið haldið í heiminum. Arnar Már Jónsson lyftingaþjálfari hjá ÍFR hefur útfært keppnisgreinar þannig að fatlaðir geti keppt í hinum ýmsu aflraunum. Að þessu sinni var keppt í bíldrætti, bóndagöngu, drumbalyftu og steinatökum. Yfirdómari var Auðunn Jónsson. Alls tóku átta keppendur þátt í mótinu fimm í flokki standandi og þrír í flokki sitjandi. Sigurvegari í standandi flokki fatlaðra var Hörður Arnarsson ÍFR og í sitjandi flokki fatlaðra Reynir Kristófersson ÍFR. |
|