Íþróttasamband Fatlaðra | þriðjudagur 29. október 16:58

Íslandsmót í boccia, einstaklingskeppni, ÚRSLIT

Íslandsmót í boccia, einstaklingskeppni fór fram á Akranesi,
dagana 26. - 27. október 2002

Á formannafundi ÍF fyrir nokkrum árum var samþykkt að skipta Íslandsmótum í boccia í tvö mót, Íslandsmót í einstaklings og sveitakeppni og var ákveðið að einstaklingskeppni fari fram að hausti. Samþykkt var að stefna að því að halda haustmótin sem víðast um landið í umsjón aðildarfélaga ÍF með það að markmiði að auka útbreiðslu og kynna starfsemi aðildarfélaga á hverjum stað.

Undirbúningur og framkvæmd Íslandsmótsins 2002 var í höndum íþróttafélagsins Þjóts á Akranesi í samvinnu við boccianefnd ÍF. Dómgæslu önnuðust félagsmenn Lionsklúbbs Akraness og nemendur Fjölbrautarskóla Vesturlands auk þess sem grunnskólanemendur aðstoðuðu dómara á mótinu.
Þátttakendur voru um 200 keppendur frá 16 félögum. Keppt var í opnum flokki og rennuflokki auk deildakeppni en í fyrsta skipti var keppt í sjö deildum. Keppt var á þremur stöðum, íþróttahúsunum Vesturgötu og Jaðarsbökkum og Brekkubæjarskóla.
Mótstjóri var Ragnar Hjörleifsson og yfirdómarar, Þröstur Guðjónsson og Ólafur Ólafsson. Lionsklúbburinn Víðarr, gefur öll verðlaun Íslandsmóta ÍF.

Undirbúningur og framkvæmd var á allan hátt til fyrirmyndar eins og áður þegar Íslandsmót ÍF hafa verið haldin á Akranesi. Það er mikilvægt fyrir bæjarfélög að hafa til staðar öflugt íþróttafélög fatlaðra en íþróttafélagið Þjótur verður 10 ára, 8. nóvember n.k.

Úrslit mótsins

1. Deild
1. Stefán Thorarensen Akri
2. Kristbjörn Óskarsson, Völsungi
3. Svava Vilhjálmsdóttir, Akri

2. Deild
1. Árni Jónsson, Kveldúlfi
2. Hallmar Óskarsson, ÍFR
3. Elínrós Benediktsdóttir, Nes


3. Deild
1. Jón Sigfús Bæringsson, Grósku
2. Kristófer Ástvaldsson, Viljanum
3. Ingunn B. Hinriksdóttir, ÍFR

4. Deild
1. Vilhjálmur Þór Jónsson, Nes
2. Róbert Aron Ólafs, Nes
3. Ólafur Þormarr, Gáska

5. Deild
1. Oddný Sigurrós Stefánsdóttir, Akri
2. Kamma Viðarsdóttir, Gný
3. Guðmundur Pálsson, Þjóti

6. Deild
1. Ólafur Rafn Ólafsson, Grósku
2. Garðar Jónasson, ÍFR
3. Þröstur E. Elísson, Kveldúlfi

7. Deild
1. Guðmundur Einarsson, Nes
2. Andrés Sveinsson, Þjóti
3. Kristín Þóra Albertsdóttir, Suðra

Rennuflokkur
1. Margrét Edda Stefánsdóttir, ÍFR
2. Ívar Örn Guðmundsson, ÍFR
3. Aðalheiður Bára Steinsdóttir, Grósku

U flokkur
1. Ármann Ólafur Kristjánsson, Völsungi
2. Halldór Hartmannsson, Gný