Íþróttasamband Fatlaðra | þriðjudagur 12. nóvember 16:55

Fyrsta BIKARMÓT Íþróttasambands Fatlaðra í sundi

Laugardaginn 16. nóvember s.l. fór fram í Sundhöll Reykjavíkur fyrsta BIKARMÓT Íþróttasambands Fatlaðra í sundi.
Mikið fjör var á þessu fyrsta bikarmóti ÍF og félögin hvött óspart áfram af sínum stuðningsmönnum en svo fór að lokum að lið ÍFR sigraði, hlaut 12184 stig og varð bikarmeistari ÍF árið 2002, í öðru sæti lenti íþróttafélagið Ösp og í þriðja sæti lenti íþróttafélagið Fjörður.
Á þessu móti var félögum heimilt að senda 2 keppendur í hverja grein og hver keppandi má synda í mest þremur greinum.
Stig voru veitt fyrir hvert sund samkvæmt alþjóðlegum stigaformúlum sem miðast við heimsmet í flokki viðkomandi sundmanns.
Stigahæsta félagið hlaut svo nafnbótina “Bikararmeistari ÍF” í sundi og fékk að launum farandsbikar.
Að þessu sinni voru 3 af aðildarfélögum ÍF sem tóku þátt en það voru ÍFR og Ösp úr Reykjavík og Fjörður úr Hafnarfirði.
Fullyrða má að þetta nýja mót sé kærkomin viðbót við öflugt sunstarf íþróttafélaga fatlaðra og verður án efa lyftistöng og hvati fyrir fleiri félög að safna nú liði og taka þátt í bikarmóti ÍF árið 2003.