Íþróttasamband Fatlaðra | föstudagur 10. janúar 15:29

Rúmfatalagerinn afhendir ÍF 3 milljónir

Í tengslum við styrkveitingu Rúmfatalagersins til Íþróttasambands Fatlaðra 21. desember s.l. var haldin uppákoma í verslun Rúmfatalagersins við Smáratorgi í Kópavogi.

Við þetta tækifæri lék og söng hljómsveitin "Í svörtum fötum" nokkur lög en sú hljómsveit hefur stutt við bakið á sambandinu t.d. með því að gefa því lagið "Jólin eru að koma" sem kom út á samnefndum geisladisk sem kom fyrst út árið 2001.

Það var Magnús Sigurðsson, rekstrarstjóri Rúmfatalagersins á Íslandi, sem f.h. fyrirtækisins afhenti formanni ÍF, Sveini Áka Lúðvíkssyni styrkinn sem er upp á kr. 3 milljónir.

Þessi upphæð er hluti 12 milljóna króna heildarstyrks sem fyrirtækið styrkir starfsemi ÍF um fram yfir Ólympíumót fatlaðra árið 2004, en Rúmfatalagerinn er aðalstyrktaraðili ÍF vegna mótsins.

Magnús Sigurðsson, rekstrarstjóri Rúmfatalagersins á Íslandi afhendir formanni ÍF, Sveini Áka Lúðvíkssyni styrkinn sem er upp á 3 milljónir kr.
 

Hljómsveitin "Í svörtum fötum" lék nokkur lög við tækifærið.