Í tengslum við styrkveitingu Rúmfatalagersins til Íþróttasambands Fatlaðra 21. desember s.l. var haldin uppákoma í verslun Rúmfatalagersins við Smáratorgi í Kópavogi. Við þetta tækifæri lék og söng hljómsveitin "Í svörtum fötum" nokkur lög en sú hljómsveit hefur stutt við bakið á sambandinu t.d. með því að gefa því lagið "Jólin eru að koma" sem kom út á samnefndum geisladisk sem kom fyrst út árið 2001. Það var Magnús Sigurðsson, rekstrarstjóri Rúmfatalagersins á Íslandi, sem f.h. fyrirtækisins afhenti formanni ÍF, Sveini Áka Lúðvíkssyni styrkinn sem er upp á kr. 3 milljónir. Þessi upphæð er hluti 12 milljóna króna heildarstyrks sem fyrirtækið styrkir starfsemi ÍF um fram yfir Ólympíumót fatlaðra árið 2004, en Rúmfatalagerinn er aðalstyrktaraðili ÍF vegna mótsins. |
|