Staðsetning var valin m.t.t. þess að íþróttastarf fyrir fatlaða, hefur nú verið formlega sett á fót í samvinnu við íþrótta og ungmennafélög í Snæfellsbæ og í Stykkishólmi. Málefni þingsins voru margvísleg, en auk hefðbundinna þingstarfa, var kynning á föstudagskvöldinu á ýmsum málum sem tengjast íþróttastarfi fatlaðra, innanlands og erlendis. * Þar bar hæst umræða um stöðu þroskahefts afreksíþróttafólks. Í kjölfar atburðanna í Sydney 2000, þegar upp komst um svindl í liði Spánverja, varðandi flokkun þroskaheftra, hafa alþjóðaíþróttasamtök þroskaheftra INAS - FID í samvinnu við IPC, alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra, unnið að endurskoðun á reglum um skráningarform fyrir þroskahefta. Enn í dag eru þroskaheftir útilokaðir frá keppni á mótum IPC, s.s. heimsmeistaramótum og málið er á viðkvæmu stigi. * Lagt var fram til kynningar, flokkunarkort ÍF, sem læknaráð ÍF hefur unnið að, en stefnt er að því að allir hreyfihamlaðir keppendur fái slíkt kort. Þar kemur fram keppnisflokkur í þeim greinum sem viðkomandi keppir í á Íslandsmótum ÍF. Umsjón með flokkun keppenda og staðfestingu skráninga er í höndum læknaráðs ÍF. * Kynntar voru á þinginu, nýjar leikreglur í boccia, borðtennis og lyftingum en auk þess sem reynt er að samræma reglur ÍF, alþjóðareglum í hverri grein, er mikil áhersla lögð á að aðlaga reglur á Íslandsmótum, að sem flestum fötlunarhópum. * Samþykkt var að endurskipuleggja starfsemi ólympíuráðs og var það lagt niður í þeirra mynd sem það var. Fulltrúar afreks og fjármálasviðs munu sjá um starfsemi ólympíuráðs ÍF, auk þess sem tveir fulltrúar voru kjörnir á þinginu til starfa með ólympíuráði ÍF. Það voru Arnór Pétursson og Ólafur Eiríksson. Silfurmerki ÍF voru afhent á í kvöldverðarboði bæjarstjórnar Stykkishólms en þau hlutu (f.v.); Þórður Ólafsson, framkv.stjóri ÍFR, Svanur Ingvarsson, formaður Suðra, Þorbjörg Vilhjálmsdóttir, þjálfari Suðra og Leifur M. Karlsson, ÍFR. Á sambandsþingi ÍF var stjórn ÍF endurkjörin, með þeirri breytingu að Jóhann Arnarson, íþróttakennari, var kjörinn í stað Margrétar Hallgrímsdóttur, sem ekki gaf kost á sér áfram. Stjórn ÍF er því þannig skipuð;
|