Íþróttasamband Fatlaðra | miðvikudagur 11. júní 12:47

Keppendur á leikum SO 2003

Á myndinni eru Þátttakendur á alþjóðaleikum Special Olympics í Írlandi 2003 en þar munu þeir keppa í 10 greinum, alls 48 manna hópur.
Fundur var haldin með keppendum,aðstandendum, þjálfurum og fararstjórum 21. maí. Allir keppendur fengu þar afhenta gjöf frá Íslandsbanka, en Íslandsbanki gaf öllum keppendum boli og bakpoka.

Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili Special Olympics á Íslandi en Íþróttasamband Fatlaðra hefur yfirumsjón með starfi Special Olympics hér á landi. Special Olympics samtökin voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni og starfa í þágu þroskaheftra. Á leikum samtakanna keppa aðeins þroskaheftir einstaklingar. Keppnisfyrirkomulag er þess eðlis að allir geta verið með, hér er ekki um að ræða keppni afreksfólk heldur keppni fyrir alla, jafnt þá veikari sem sterkari.
Afreksfólkið úr röðum fatlaðra keppir á Paralympics, þar sem aðeins þeir bestu koma saman en mikilvægt er að rugla ekki saman þessum tveimur leikum. Með aðild Íslands að Special Olympics samtökunum hefur þroskaheftum Íslendingum á öllum aldri, verið gefið tækifæri til þess að upplifa og taka þátt í glæsilegum alþjóðaleikum, þar sem stemmingin er engu lík. Þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðaleikar Special Olympics eru haldnir utan USA og Írar munu án efa leggja sig fram við að gera þessa leika, þá glæsilegustu sem haldnir hafa verið.