Íþróttasamband Fatlaðra | þriðjudagur 12. mars 12:38

Opna danska Sundmeistaramótið

Dagana 8.-10. mars s.l. var haldið í H¢rsholm í Danmörku Opna Danska Sundmeistaramótið. Keppt var í 50 m laug en keppni á þessu móti var liður í undirbúningi Íslands fyrir þátttöku á HM í sundi sem fram fer í Argentínu í desember n.k.

Þátttakendur frá Íslandi voru 7 talsins en auk íslenska liðsins komu þátttakendur frá Bretlandi, Danmörku, Skotlandi, Úkraínu, Svíþjóð, Færeyjum, Slóvakíu, Thailandi og Spáni.
Árangur íslenska liðsins var mjög góður eins og sjá má á neðangreindum árangurslista en hópurinn vann til alls 12 gullverðlauna, 6 silfurverðlauna og 5 bronsverðlauna.
Íslensku þátttakendurnir settu alls 6 ÍSLANDSMET.
Vert er að geta SÉRSTAKLEGA árangurs Gunnars Arnar sem syndir í flokki þroskaheftra. Gunnar setti ÍSLANDSMET í 5 af 6 greinum sem hann tók þátt og var að bæta tímana sína.

ÁRANGUR ÍSLANDS Á OPNA DANSKA SUNDMEISTARAMÓTINU

Gunnar Örn Ólafsson, flokkur S14
50 m skriðsund - 0:26,96 - 1. sæti/ÍSLANDSMET
100 m skriðsund - 1:00,09 - 2. sæti/ÍSLANDSMET
100 m baksund - 1:09,93 - 1. sæti/ÍSLANDSMET
100 m flugsund - 1:09,12 - 3. sæti/ÍSLANDSMET
200 m fjórsund - 2:32,27 - 3. sæti/ÍSLANDSMET
100 m bringusund - 1:18,52 - 2. sæti

Vala Guðmundsdóttir, flokkur S6
100 m baksund - 2:24,79 - 1.sæti/ÍSLANDSMET
50 m skriðsund - 1:03,48 - 1. sæti
50 m flugsund - 1:02,55 - 1. sæti
200 m fjórsund - 4:59,88 - 1. sæti

Kristín Rós Hákonardóttir - flokkur S7
50 m skriðsund - 0:37,31 - 1. sæti
100 m skriðsund - 1:22,15 - 1. sæti
100 m baksund - 1:29,74 - 1. sæti
50 m flugsund- 0:48,42 - 1. sæti
100 m bringusund - 1:40,40 - 1. sæti
200 m fjórsund - 3:26,60 - 1. sæti

Bára B. Erlingsdóttir, flokkur S14
50 m skriðsund - 0:34,45 - 3. sæti
100 m skriðsund - 1:18,23 - 3. sæti
400 m skriðsund - 5:39,02 - 2. sæti
100 m flugsund - 1:27,24 - 2. sæti
100 m baksund - 1:34,74 - 2. sæti
200 m fjórsund - 3:05,27 - 2. sæti

Jóna Dagbjört Pétursdóttir, flokkur S9
200 m fjórsund - 3:38, 36 - 3. sæti
50 m skriðsund - 0:38,48 - 8. sæti
100 m skriðsund - 1:25,38 - 8. sæti
100 m baksund - 1:39, 83 - 7. sæti

Jón Gunnarsson, flokkur S14
50 m skriðsund - 0:33,11 - 9. sæti
100 m skriðsund - 1:11,96 - 9. sæti
100 m baksund - 1:29,74 - 7. sæti
100 m bringusund - 1:30,25 - 6. sæti
100 m flugsund - 1:23, 61 - 6. sæti

Anton Kristjánsson, flokkur S14
50 m skriðsund - 0:34,39 - 12. sæti
100 m skriðsund - 1:18,35 - 11. sæti
100 m bringusund - 1:35,01 - 9. sæti