Námskeið um reiðmennsku og reiðþjálfun fatlaðra sem haldið var á Sauðárkróki um helgina, tókst mjög vel og voru þátttakendur um 35 af öllu landinu. Leiðbeinendurnir Judy Lord og Anthea Bell, frá Diamond Center í Englandi, nýttu mjög góða kennslutækni þar sem lögð var áhersla á að þátttakendur tækju sem mest þátt í verklegum æfingum. Í kjölfar námskeiðsins var haldið málþing þar sem flutt voru þrjú erindi. Það voru Guðmundur Ingi Leifsson, skólastjóri Dalbrautarskóla, Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari hjá Styrktarfélagi Lamaðra og Fatlaðra og Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari sem fluttu erindi sem öll tengdust því hvernig nýta má hesta til þess að ná árangri í þjálfun og meðferð fólks sem á við fötlun eða einhverja erfiðleika að stríða. Einnig var rætt um hestamennsku sem afþreyingu fyrir alla. Bjarni Sigurðsson, sagði frá starfsemi reiðskólans Þyrils sem starfar á höfuðborgarsvæðinu Lögð var fram tillaga um starfshóp sem vinna mun áfram að þróun mála og var eftirfarandi tillaga samþykkt. Ingimar Ingimarsson, fulltrúi HMÍ Anna K. Vilhjálmsdóttir, fulltrúi ÍF Ásta Pétursdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og þroskaþjálfi Guðbjörg Eggertsdóttir, sjúkraþjálfari Sigrún Sigurðardóttir, reiðkennari |