Íþróttasamband Fatlaðra | föstudagur 19. mars 18:17

Ráðstefna á vegum ÍF og Ný-ung, ungliðahreyfingu Sjálfsbjargar

Íþróttasamband Fatlaðra í samvinnu við Ný-ung, ungliðahreyfingu Sjálfsbjargar hélt ráðstefnu á Hótel Sögu laugardaginn 6. mars sl.
Efni ráðstefnunnar var Íþrótta og tómstundastarf og var markhópur 16 - 25 ára hreyfihamlaðir einstaklingar.
1. Iþróttir
2. Tómstundir
3. Ný-ung
4. Útivist og Ferðalög
Unnið var í hópavinnu og niðurstöður kynntar í lok ráðstefnunnar.
Þessi ráðstefna tókst einstaklega vel og mörg atriði komu fram sem kynnt verða þegar skýrslur liggja fyrir frá hverjum hópi.
Markmið með ráðstefnunni var að fá fram sjónarmið og ábendingar hreyfihamlaðs fólks á aldrinum 16 - 25 ára, varðandi þá
þætti sem þarna voru teknir fyrir. Í kjölfarið mun Íþróttasamband Fatlaðra og Ný - ung fara yfir niðurstöður og vinna að málefnum
þessa hóps eins og kostur er í samræmi við þær óskir og upplýsingar sem þarna komu fram.