Íþróttasamband Fatlaðra | þriðjudagur 18. maí 14:58

Opið hús í tilefni 25 ára afmælis ÍF

Íþróttasamband Fatlaðra var með opið hús í tilefni afmælisdagsins 17. maí í Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF bauð fólk velkomið og Ellert B Shram forseti ÍSÍ og Haukur Þorsteinsson, formaður Eikar Akureyri fluttu ávörp.
Skeyti, blóm og gjafir bárust og heimilisleg stemming ríkti í afmælinu þar sem saman voru komnir aðilar sem unnið hafa að starfi ÍF og aðildarfélaganna og aðrir gestir. Veitt voru brons, silfur og gullmerki og á myndinni má sjá þá sem hlutu viðurkenningu.

Gullmerki
Ingigerður M. Stefánsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Þórður Á. Hjaltested
Snorri Magnússon

Silfurmerki
Aðalsteinn Kristjánsson
Finnur Jónsson
Fylkir Þ. Guðmundsson
Guðmundur Blöndal
Guðmundur Gíslason
Ingólfur Arnarson
Ísleifur Bergsteinsson
Jóhann Arnarson
Jónas Sigursteinsson
Karl Þorsteinsson
Kristjana Jónsdóttir
Kristján Jónasson
Ludvig Guðmundsson
Ragnheiður Austfjörð
Trausti Sigurðsson
Þórður H. Jónsson

Bronsmerki
Bjarki Birgisson
Guðmundur Ágústsson
Gunnar Ö. Ólafsson
Jóna B. Guðmundsdóttir
Jón O. Halldórsson
Unnur M. Hjálmarsdóttir

Haukur Þorsteinsson, formaður Eikar afhenti Sveini Áka Lúðvíkssyni gjöf til ÍF