Laugardaginn 16. mars
síðastliðinn fóru fram þriðju Íslandsleikar Special Olympics í knattspyrnu, en
leikið var í íþróttahúsinu að Sólvöllum á Selfossi. Íslandsleikarnir voru liður í Evrópuverkefni Special Olympics,
svokallaðri knattspyrnuviku samtakanna og er þetta í annað sinn sem slík vika
er haldin á þeirra vegum.
Stefnt er að því að halda slíkar
knattspyrnuvikur árlega með það að markmiði að ná 50 þúsund fötluðum iðkendum í
Evrópu árið 2005, en verkefnið nýtur stuðnings UEFA
með það að leiðarljósi að knattspyrna eigi að vera í boði fyrir alla. Hefur UEFA þannig mælst til þess að
knattspyrnusambönd Evrópu styðji þetta verkefni.
|
|
|
Ánægðir þátttakendur með Atla
Eðvaldssyni |
Ösp sigraði bæði í A og B
riðli |
“Við getum þetta ef við
stöndum saman...” |
KSÍ hefur
tekið virkan þátt í undirbúningi Íslandsleikanna og aðstoðað við framkvæmd
þeirra. Einnig hafa sérfræðingar á
þeirra vegum stjórnað upphitun, dómgæsla verið í höndum landsdómara sambandsins
auk þess sem landsliðsþjálfarinn, Atli Eðvaldsson afhenti verðlaun á
leikunum. Vonandi verður þess ekki
langt að bíða að knattspyrnufélög bjóði í auknum mæli upp á æfingar fyrir
þennan hóp. Nú þegar eru æfingar
stundaðar hjá nokkrum aðildarfélögum Íþróttasambands Fatlaðra, en mörg þeirra
hafa ekki möguleika á að bjóða upp á æfingar nema í samvinnu við
knattspyrnufélagið á staðnum. Slík
samvinna er að mati ÍF forsenda þess að auka fjölda fatlaðra í knattspyrnu.
ÍF og KSÍ “þjófstörtuðu”
knattspyrnuvikunni, sem á að standa yfir frá 14. – 21. apríl n.k., með Íslandsleikunum
í knattspyrnu. Mikið fjör var í
íþróttahúsinu á Selfossi þar sem áhorfendur jafnt sem keppendur skemmtu sér
konunglega. Fylgdi mikill fögnuður
hverju skoruðu marki og stórskemmtilegir tilburðir sáust til keppendanna sem
glöddu augu áhorfenda. Athygli vakti að
þrátt fyrir mikinn styrkleikamun voru allir jafn áhugasamir um að taka þátt,
sem sýnir að þessi íþrótt getur verið skipulögð þannig að hún henti öllum og að
enginn verði “útundan”.
|
|
|
Leikaðferðin rædd |
“Kominn í dauðafæri....” |
Dómarar mótsins ásamt landsliðsþjálfaranum |
Vert er að vekja athygli á því
að meðan á knattspyrnuvikunni stendur 14. – 21. apríl n.k. munu aðildarfélög ÍF
bjóða sérstaklega velkomna þá sem áhuga hafa á knattspyrnu.
Úrslit á Íslandsleikum Special
Olympics í knattspyrnu urðu sem hér segir:
Ösp
– ÍFR 2-0 Blandan
- Eik/Akur 0-3 Ösp
– Eik/Akur 1-0 Blandan
– ÍFR 1-1 Ösp
– Blandan 3-0 Eik/Akur
– ÍFR 0-0 |
Lokaúrslit U J T Mörk Stig Ösp 3 0 0 6-0 9 Eik/Akur 1 1 1 3-1 4 Blandan 0 1 2 1-7 1 ÍFR 0 2 1 1-3 2
(gestir) |
Nes – Suðri 0-1 Ösp – Þjótur 4-1 Eik/Akur – Nes 0-2 Þjótur – Suðri 0-3 Ösp – Eik/Akur 2-0 Nes – Þjótur 0-0 Suðri – Ösp 0-0 Þjótur – Eik/Akur 2-0 Nes – Ösp 0-0 Suðri
– Eik/Akur 1-1 |
Lokaúrslit U J T Mörk Stig Ösp 2 2 0 6-1 8 Suðri 2 2 0 5-1 8 Nes 1 2 1 2-1 5 Þjótur 1 1 2 3-7 4 Eik/Akur 0 1 3 1-7 1 * Leikinn var úrslitaleikur milli Suðra og Aspar sem
lauk með 2-1 sigri Aspar. |