Íþróttasamband Fatlaðra | miðvikudagur 15. september 13:14

Fréttir frá Ólympíumóti fatlaðra í Aþenu

Í Ólympíuþorpinu er hugsað fyrir öllu - allt er gert til að gera íþróttamönnum kleift að ná hámarksárangri. Þannig stendur íþróttamönnunum til boða viðgerðir á hjólastólum gerfilimum og öðru því sem tengist íþróttaiðkun þeirra. Einnig er boðið upp á þjónustu lækna, sjúkraþjálfara, nuddara og annarra sem bætt geta líkamlega vellíðan íþróttamannanna.
Íslensku keppendurnir þau Kristín Rós Hákonardóttir og Jóhann R. Kristjánsson hafa meðal annars nýtt sér þjónustu sjúkraþjálfara þeirra sem til staðar eru og líkað vel við þjónustu þeirra. Þjónusta sem þessi er ómetanleg til að auka líkamlega vellíðan keppenda og kannski ekki síður andlega vellíðan þeirra sem er keppendum ekki síður mikilvæg.

Meðal bandarísku keppendanna er einn þeirra sem stoðtækjafyirrtækið Össur hf styður en Össur er einn aðalstyrktaraðila Íþróttasambands Fatlaðra fyrir Ólympíumót fatlaðra. Þessi keppandi er Andy Tolson en hann heimsótti Ísland í boði Össurar fyrir nokkrum árum þá aðeins 11 ára gamall. Bundu menn þá vonir við að hann myndi að myndi þeim árangri að komast í raðir þeirra bestu og hingað er hann kominn.

Á mynd 1 sést Jóhann R. Kristjánsson í meðferð eins af sjúkraþjálfurum Ólympíuþorpsins og á mynd 2 Seinn Áki Lúðvíksson ásamt Andy Tolson.