Síðdegis í dag, þann 16. september fór fram á hinu svokallaða “Alþjóðlega svæði” í Ólympíuþorpinu hátíðarathöfn þar sem íslenska liðið var boðið velkomið í þorpið af borgarstjóra þess. Borgarstjóri Ólympíuþorpsins og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF og aðalfararstjóri skiptust þar á gjöfum og þar á eftir var hlýtt á þjóðsöng Íslands um leið og íslenski fáninn var dreginn að húni, nokkuð sem ávallt blæs manni stolt í brjóst yfir því að vera Íslendingur. Viðstödd þessa athöfn voru nokkrir þeirra Íslendinga sem sérstaklega hafa gert sér ferð til að fylgjast með sínu fólki hér á Ólympíumótinu og var þeim eftir athöfnina boðið í vistarverur íslenska hópsins í þorpinu. |
Spennan eftir því að hefja keppni stigmagnast enda nálgast sá dagur þar sem árangur þrotlausra æfinga undanfarna mánuði og ár kemur í ljós. Eftir að hafa fylgst með æfingum íslensku þátttakendanna hér undanfarna daga er ljóst að þeim er ekkert að vanbúnaði að takast á við þá bestu hver í sinni grein, Kristín Rós í sundi, Jóhann í borðtennis og Jón Oddur í frjálsum íþróttum. |
Opnunarathöfn Ólympíumóts fatlaðra mun síðan fara fram að kvöldi föstudagsins 17. september og mun borðtennismaðurinn Jóhann R. Kristjánsson verða fánaberi Íslands. Á mynd 1 sjást borgarstjóri Ólympíuþorpsins og Sveinn Áki Lúðvíksson skiptast á gjöfum. Á mynd 2 sjást íslensku þátttakendurnir hlýða á íslenska þjóðsönginn Áá mynd 3 sést Jón Oddur Halldórsson ásamt aðalkeppinaut sínum, hinum breska |