Gunnar Örn Ólafsson er fæddur 11. október 1984 og hans fötlun er þroskahömlun, flokkur S14. Gunnar hefur æft sund frá 1993 fyrst hjá íþróttafélaginu Ösp, síðan með SH og KR og nú með sunddeild Ungmennafélags Selfoss. Þjálfarar hans hafa verið Anna Bjarnadóttir, Ingigerður M. Stefánsdóttir, Mads Claussen og Ingi Þór Einarsson. Líkt og flest besta afreksfólk úr röðum fatlaðra hóf Gunnar Örn þátttöku sína í alþjóðlegum mótum með keppni á Norrænu barna- og unglingamóti sem fram fór í Svíþjóð árið 1997. Gunnar Örn hefur undanfarin ár verið í stöðugri framför og er í dag einn af fremstu sundmönnum þroskaheftra í heiminum. Gunnar Örn hafði áunnið sér keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fór í Aþenu í september sl. en vegna deilna Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) og samtaka þroskaheftra íþróttamanna (INAS-FID) um flokkunarmál varð ekki af þátttöku þroskaheftra á mótinu. Gunnar Örn er mjög metnaðarfullur og er tilbúinn að leggja mikið á sig til að ná árangri í sinni íþrótt. Hann er góður félagi og öðru ungu sundfólki góð fyrirmynd. Árangur Gunnars Arnar á árinu 2004: Innanlands tók Gunnar Örn þátt í Íslandsmóti ÍF í sundi 26. - 28. mars og í Bikarkeppni ÍF 27. nóvember sl. og sigraði þar í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í. Stærstu mót Gunnars Arnar á erlendri grundu voru Heimsmeistaramót þroskaheftra sem fram fór í Hong Kong þar sem hann vann 2 gullverðlaun, 1 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun auk þess að setja fimm Íslandsmet og Heimsleikar þroskaheftra (Global Games) sem fram fóru í Svíþóð en leikar þessir voru haldnir til þess m.a. að gefa þeim þroskaheftu sundmönnum sem ella hefðu keppt á Ólympíumóti fatlaðra tækifæri til keppni. Á Heimsleikunum vann Gunnar Örn 3 gullverðlaun, 1 silfurverðlaun og 1 bronsverðlaun, setti 6 Íslandsmet og 4 Heimsmet auk þess að vera valinn sundmaður mótsins. Gunnar Örn á í dag heimsmet í eftirtöldum greinum: 50 m laug: 200 m baksund 25 m laug; 200 baksund, 50 m flugsund, 100 m fjórsund Afrekaskrá Gunnars Arnar á árinu 2004 Hong Kong: 50m laug · 200m baksund gull · 200m skrið brons ÍSLMET · 50m bak brons ÍSLMET · 50m flug silfur ÍSLMET · 200m fjór gull · 100m bak brons · 400m fjór ÍSLMET Samtals: 2 Gull, 1 Silfur, 3 Brons og 4 Íslandsmet Malmö open: 25m laug · 100m fjór gull ÍSLMET og HEIMSMET · 100m bringa silfur ÍSLMET · 100m bak gull ÍSLMET · 100m skrið gull ÍSLMET · 50m flug gull ÍSLMET og HEIMSMET · 50m skrið gull Samtals: 5 Gull, 1 Silfur, 5 Íslandsmet og 2 Heimsmet Opna danska: 50m laug · 50m skrið gull · 100m skrið gull · 100m bringa silfur · 50m bak gull · 50m flug gull Samtals: 4 Gull og 1 Silfur Opna þýska: 50m laug · 200m fjór gull · 100m bak gull · 50m skrið gull · 100m bringa silfur · 50m bak gull · 50m bringa gull ÍSLMET · 100m skrið gull ÍSLMET Samtals: 6 Gull, 1 Silfur og 2 Íslandsmet Global Games: 25m laug · 100m bak silfur · 100m skrið brons · 200m bak gull ÍSLMET og HEIMSMET · 50m flug gull ÍSLMET og HEIMSMET í undanrásum og í úrslitum · 100m fjór gull ÍSLMET og HEIMSMET · 50m bak ÍSLMET tvíbætt Samtals: 3 Gull, 1 Silfur, 1 Brons, 6 Íslandsmet og 4 Heimsmet og var valinn sundmaður mótsins. |