Miðvikudaginn 19. janúar sl. var tilkynnt um val á Íþróttamanni Reykjavíkur 2004 ásamt því að veittar voru viðurkenningar úr Afreks- og styrktarsjóði Reykjavíkur. Einnig fengu sjö reykvíkskir íþróttamenn viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu 2004. Athöfnin fór fram í Höfða. Íþróttamaður Reykjavíkur árið 2004 er Kristín Rós Hákonardóttir sundkona úr Fjölni og Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Kristín setti heimsmet í 100m baksundi og vann til gullverðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu í sumar. Hún vann að auki til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í 100m bringusundi. Kristín náði einnig góðum árangri á Opna Danska og Opna Þýska Meistaramótinu þar sem hún vann annars vegar þrjú gull og hinsvegar fjögur gull. Kristín á Íslandsmet í öllum þeim sundgreinum sem keppt er í í hennar flokki. Kristín fékk til varðveislu farandbikar og eignarbikar ásamt 150.000 kr. styrk frá ÍBR af þessu tilefni. Að þessu sinni voru það 26 íþróttafélög og deildir sem fengu afhenda styrki úr Afreks- og styrktarsjóði Reykjavíkur á bilinu 250.000 til 1.000.000 króna, samtals kr.8.650.000,-. Það er Reykjavíkurborg og Íþróttabandalag Reykjavíkur sem standa að sjóðnum. Í stjórn sjóðsins sitja þrír fulltrúar frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur og einn frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Listi yfir þá sem hlutu styrki úr sjóðnum að þessu sinni er meðfylgjandi. Stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur hefur undanfarin ár veitt viðurkenningar til íþróttamanna í reykvíkskum félögum fyrir góðan árangur. Að þessu sinni voru það sjö íþróttamenn sem hlutu viðurkenningu og hlaut hver þeirra styrk að upphæð kr. 50.000,-. Íþróttamennirnir sjö eru eftirfarandi: Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni Guðmundur Stephenson, Víking Jakob Jóhann Sveinsson, Sundfélaginu Ægi Kristín Rós Hákonardóttir, Fjölni og ÍFR Laufey Ólafsdóttir, Val Þorbjörg Ágústsdóttir, Skylmingafélagi Reykjavíkur Þormóður Jónsson, Júdófélagi Reykjavíkur Fyrr á þessu ári hlutu átta íþróttamenn úr Reykjavík samtals um tveggja milljón króna styrki frá ÍBR til undirbúnings fyrir þátttöku í Ólympíuleikum í Aþenu, Ólympíueikum fatlaðra (Paralympics) og Heimsleikum þroskaheftra. Þetta voru: Júdómaðuinn Bjarni Skúlason úr Ármanni, sundmennirnir Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi, Gunnar Örn Ólafsson, Ösp, Hjörtur Már Reynisson, KR og Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR og Fjölni, handknattleiksmaðurinn Ingimundur Ingimundarson úr ÍR og badmintonkonurnar Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir úr TBR. |