Íþróttasamband Fatlaðra | mánudagur 7. febrúar 15:05

ALP Athlete Leadership program - Ráðstefna á Grand Hótel 28. - 30. janúar 2005

Íþróttasamband Fatlaðra sem hefur umsjón með starfi Special Olympics á Íslandi
stóð fyrir ráðstefnu á Grand Hótel, helgina 28. - 30. janúar þar sem þátttakendur
voru einstaklingar sem hafa tekið þátt í leikum Special Olympics.
Ráðstefnan var á vegum Special Olympics í Evrópu og er haldin í tengslum við
átaksverkefnið ALP, athlete Leadership programm, þar sem markmið er að auka
þátttöku íþróttafólks í ákvarðanatöku og í félagsstarfi og þjálfa einstaklinga í að koma fram og tjá sín sjónarmið varðandi íþróttastarfið.
Ráðstefnan var styrkt af SOE og leiðbeinandi var Nolwin Grassin sem starfar á skrifstofu samtakanna í Brussel. Henni til aðstoðar voru fulltrúar fræðsluráðs ÍF, Anna Lea Björnsdóttir og Guðmundur Sigurðsson.
Valdir voru 9 þátttakendur og hver þeirra hafði einn aðstoðarmann. Aðstoðarfólk kom úr röðum formanna, stjórnarfólks og þjálfara aðildarfélaga ÍF.
Í lok ráðstefnunnar var haldinn"opinn stjórnarfundur" þar sem ýmsar ábendingar komu fram og stjórnarfólk ÍF og Special Olympics svaraði fyrirspurnum
Þátttakendur voru sammála um að þetta verkefni væri athyglisvert og lærdómsríkt og ákveðið hefur verið að kynna verkefnið nánar innan íþróttahreyfingar fatlaðra.
Fræðsluráð ÍF mun koma með tillögu að framkvæmd hér á landi sem kynnt verður aðildarfélögum ÍF.
Því komust þátttakendur frá Akureyri og Ísafirði ekki á ráðstefnuna vegna veðurs.

Hópmynd frá ráðstefnunni

Þátttakendur með viðurkenningarskjal og gjöf sem þeir fengu í lok ráðstefnunnar.