Íslandsmót ÍF í sundi fer fram 5. - 6. mars n.k í hinni nýju glæsilegu innlaug í Laugardalnum. Meðal keppenda vera m.a. Ólympíumóts-meistarinn frá Aþenu 2004 Kristín Rós Hákonardóttir, tvöfaldur heimsmeistari í flokki þroskaheftra frá því í Hong Kong 2004 Gunnar Örn Ólafsson auk þriggja færeyskra sundmanna sem keppa sem gestir á mótinu. Í tengslum við mótið er hér staddur formaður sundnefndar IPC Anne Green. Hún mun ásamt læknaráði flokka keppendur (hreyfihamlaða) sem ekki hafa fengið flokkun áður.
Sundnefnd og Læknaráð ÍF hvetja alla sundþjálfara sem koma að þjálfun fatlaðra sundmanna til að koma og leggja fram spurningar til Læknaráðs ÍF, sundnefndar, "flokkara" og/eða Anne Green. Anne Green er líklega sú manneskja sem fróðust er í heiminum um skipulag sundmála hjá IPC og getur örugglega gefið okkur öllum góð ráð með eitt og annað sem við erum að sýsla. Ekki verður um beina framsögu að ræða en sundnefndin mun koma umræðunum af stað og svo ráða fundarmenn sjálfir þróun umræðunnar. Veitingar verða á staðnum í boði ÍF |