Íþróttasamband Fatlaðra | þriðjudagur 15. mars 09:48

Opna Danska sundmeistaramótið Esbjerg 2005

Árangur á Opna Danska sundmeistaramótinu um helgina var mjög góður. Flestir voru við sitt besta eða bættu árangur sinn.
Mótið fór fram í Esbjerg, keppendur komu frá Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi, Írlandi, Grikklandi, Bretlandi og Spáni.
Íslensku keppendurnir voru í sérflokki og unnu fjölmargar greinar á mótinu. Umræða fer fram um það hvort beina eigi sjónum að mótum utan norðurlandanna fyrir þennan keppnishóp en það mál verður skoðað nánar.

12 Íslandsmet féllu og hópurinn kom heim með fjölda verðlauna.

Sonja Sigurðardóttir flokki S6 setti 5 Íslandsmet
50 fm frjáls aðferð 0:50,76
400 m frjáls aðferð 8:16,47
50 m baksund 0:57,95 og svo í úrslitum 0:57,43
100 m baksund 2:04,59

Jóna Dagbjört Pétursdóttir flokki S10 setti 3 Íslandsmet
50 m baksundi 0:45,45
100 m baksundi 1:37,61
50 m flugsund 0:42,14

Guðrún Lilja Sigurðardóttir flokki S9 setti 2 Íslandsmet
50 m baksundi 0:44,71
50 m flugsund 0:43,25
Pálmi Guðlaugsson flokki S6 setti 1 Íslandsmet
100 m baksundi 1:57,76

Gunnar Örn Ólafsson flokki S14 setti 1 Íslandsmet
100 m flugsund 1:07,25


Samantekt verðlauna en eins og hér sést komust íslensku keppendurnir í fyrstu þrjú sætin í flestum greinum sem þeir tóku þátt í.

Guðrún Lilja 3 silfur og 1 brons
Jóna Dagbjört 2 gull, 4 silfur
Sonja 2 gull, 1 silfur, 2 brons
Pálmi 1 silfur
Gunnar Örn 7 gull + 1 gull í boðsundi
Nonni 2 gull, 3 silfur, 2 brons + gull í boðsundi
Adrian 2 brons, + 1gull boðsundi
Skúli Steinar 2 silfur og 1 brons + gull í boðsundi
Úrsúla 5 gull, 2 silfur + gull og silfur boðsundi
Bára 3 gull, 3 silfur + gull og silfur boðsundi
Hulda 3 brons, + gull og silfur boðsundi
Lára 2 gull + gull og silfur boðsundi