Austurbakki hf og Íþróttasamband Fatlaðra (ÍF) hafa framlengt samstarfssamningi sínum. Samningurinn er til fjögurra ára. Afreksfólk Íþróttasambands Fatlaðra mun því nú eins og undanfarin ár klæðast íþróttafatnaði frá NIKE og fleiri vörumerkjum sem Austurbakki verslar með en Austurbakki hf hefur verið einn af samstarfsaðilum ÍF síðastliðin 12 ár. Samningurinn gildir frá 2005 til 2008. Árangur fatlaðra íþróttamanna á undanförnum árum hefur vakið verðskuldaða athygli, íslenska íþróttafólkið hefur staðið sig afar vel á Ólympíumótum sem öðrum stórmótum fatlaðra. Þessi árangur er afrakstur markvissrar vinnu en Íþróttasambands Fatlaðra kappkostar að búa keppendur sína sem best undir þau verkefni sem framundan eru. Íþróttasamband Fatlaðra mun fylgja sömu stefnu við undirbúning sinn fyrir Ólympíumótið sem haldið verður í Peking 2008 eins og fyrir undangengin Ólympíumót. Ljóst er að þar mun nýtt afreksfólk halda hróðri landsins og því nauðsyn á markvissum undirbúningi. Langtímasamingur sem þessi, sem einn nokkra sem Íþróttasamband Fatlaðra endurnýjar við samstarfsaðila sína, gerir sambandinu kleift að skapa afreksfólkinu bestu möguleg skilyrði til að hámarksárangur náist á þeim stórmótum sem framundan eru. Ágúst Þórðarson, aðstoðarforstjóri Austurbakka sagði eftir undirritun samningsins að árangur fatlaðra íþróttamanna á undanförnum árum væri mikil hvatning öllum landsmönnum og sýndi svo ekki væri um villst hverju elja og ástundun gæti árorkað. Austurbakka h/f væri því mikill heiður að vera í samstarfi við Íþróttasamband Fatlaðra og að fatlað íslenskt afreksfólk klæddist fatnaði frá NIKE. Á myndinni sjást Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri ÍF (t.v.) og Ágúst Þórðarsson, aðstoðarforstjóri Austurbakka (t.h.) handsala hinn nýja samning. |