Stjórnarfundur Nord HIF fór fram í Kiruna í Svíþjóð, dagana 21. - 23. október. Á fundinum voru tekin fyrir málefni sem tengjast íþróttastarfi fatlaðra, norrænt samstarf á sviði mótahalds og barna og unglingastarfs og alþjóðasamstarf.
Á dagskrá fundarins var m.a.lögð fram ný reglugerð vegna norræns barna og unglingamóts sem haldið er annað hvert ár en næsta mót verður haldið á Íslandi árið 2007. Rætt var um framtíð norðurlandamóta og kynnt niðurstaða norrænnar þjálfararáðstefnu sem haldin var í september. Rædd voru málefni Norðurlandanna vegna ráðstefnu IPC í Peking í nóvember og kynnt málefni alþjóðasamtaka s.s. INAS FID, IBSA og Special Olympics. Skýrsla frá fundinum mun liggja frammi á skrifstofu ÍF. Í tengslum við fundinn var farið í skoðunarferð í námurnar í Kiruna, ráðhúsið og kirkjuna sem talin er ein fallegasta í heimi. Athygli vakti að framtíðaráætlun gerir ráð fyrir að flytja þurfi heilan bæjarhluta þegar námuvinnsla færist nær bænum og í þeim hluta er m.a. ráðhúsið og kirkjan. Íshótelið í Kiruna hefur vakið heimsathygli, en á myndinni eru fulltrúar Nord HIF á leið að skoða ísgeymsluna en hótelið er opið frá desember og fram á vor. |