Íţróttasamband fatlađra hefur valiđ Kristínu Rós Hákonardóttur íţróttakonu ársins 2006.

 

 

 

Kristín Rós Hákonardóttir er fćdd áriđ 1973 og ólst upp í Reykjavík.

 

Kristín Rós, sem er grafískur hönnuđur ađ mennt starfar nú sem kennari viđ Víkurskóla.  Hún á ađ baki langan og glćsilegan feril og hefur á undanförnum árum veriđ ókrýnd sunddrottning heimsins í sínum flokki en Kristín Rós keppir í flokki hreyfihamlađra S7.  Kristín Rós hóf ađ ćfa sund áriđ 1982 međ Íţróttafélagi fatlađra í Reykjavík og međal ţjálfara hennar ţar og í öđrum sundfélögum og deildum hafa veriđ Erlingur Jóhannsson, Inga Maggý Stefánsdóttir, Ingi Ţór Einarsson, Kristín Guđmundsdóttir, Mark Taylor, Ólafur Ţór Gunnarsson o.fl.

 

Í ár var Kristínu Rós, líkt og Jóni Oddi Halldórssyni, bođin ţátttaka í Visa Paralympic Cup en til mótsins var stofnađ til ađ bjóđa fötluđum afreksíţróttamönnum upp á hágćđa keppni á árunum milli Ólympíumóta, sem haldin eru á fjögurra ára fresti.  Á mótinu keppti Kristín í 50 m skriđsundi og hafnađi í 2. sćti ásamt ţví ađ setja nýtt Íslandsmet.   Á HM fatlađra í sundi sem fram fór í Durban í Suđur-Afríku hlaut Kristín Rós tvenn bronsverđlaun í 100 m baksundi og í 100 m bringusundi og ávann Íslandi ţannig ţátttökurétt á Ólympíumótinu sem fram fer í Peking 2008.

 

Árangur Kristínar Rósar áriđ 2006.

Á árinu keppti Kristín Rós í fjölmörgum mótum á erlendri grund sem undirbúning fyrir Heimsmeiataramót fatlađra í sundi. 

ˇ        Í maí var Kristínu Rós bođin ţátttaka í VISA Paralympic Cup en til mótsins var bođiđ öllum bestu íţróttamönnum heims úr röđum fatlađra.  Á mótinu keppti Kristín í 50 m skriđsundi og hafnađi í 2. sćti ásamt ţví ađ setja nýtt Íslandsmet.  Einnig keppti hún í 100 m skriđsundi í opnum flokki ţar sem allir fötlunarflokkar tóku ţátt en í ţeirri grein komst Kristín ekki í úrslit.

ˇ        Í byrjun nóvember tók Kristín Rós ţátt í opna sćnska sundmeistaramótinu og sigrađi í öllum ţeim greinum sem hún tók ţátt í.

ˇ        Á Heimsmeistaramóti fatlađra sem nú er nýlokiđ og fram fór í Durban í Suđur-Afríku vann Kristín Rós  til bronsverđlauna í 100 m baksundi og 100 m bringusundi auk ţess ađ hafna í 6. sćti í 100 m skriđsundi og í 4.sćti  í 50 m skriđsundi.

 

MET:   Kristín Rós á Íslandsmet í öllum ţeim sundgreinum sem keppt er í í hennar flokki.

 

Ţá á Kristín Rós heimsmet í 25 m braut í 100 og 200 m baksundi og 50, 100 og 200 m bringusundi og í 100 m fjórsundi.

Heimsmet í 50 m braut í 100 og 200 baksundi.