Samantekt;

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir

Frkvstj. Special Olympics á Íslandi

og fræðslu og útbreiðslusviðs ÍF

 

 

The Third Annual International Forum on Children with Special Needs

 “ Sport  and Ability”

20 – 22. april, Doha, Qatar.  

 

Skýrsla um helstu málefni sem tekin voru fyrir á alþjóðlegri ráðstefnu í Doha, Qatar 20. – 22. apríl 2008

 

 

 

Shaffallah Center og íþróttastarfsemi fyrir fatlaða í Qatar

 

Ráðstefnan fór fram í SHAFFALLAH Center í Doha höfuðborg Qatar. Innlendir og erlendir sérfræðingar starfa við kennslu og þjálfun fatlaðra barna í SHAFFALLAH Center og starfsemin hefur vakið alþjóðaathygli fyrir metnaðarfullt og árangursríkt starf í þágu barna með sérþarfir.   Hver dagur hefst á hreyfiæfingum auk þess sem þjóðsöngur er sunginn.  Nemendur 15 ára og yngri fá markvissa hreyfiþjálfun, sértæka þjálfun og meðferð í samræmi við niðurstöður greiningar.  Mikið er lagt upp úr tónlist, söng og myndlist.  Eitt af meginmarkmiðum starfsins er að gefa hverjum og einum tækifæri á að efla styrkleika sína og nýta þá hæfileika sem eru til staðar. Sértækur stuðningur og þjálfun er skipulögð af sérfræðingum á hverju sviði og heildarstarfið virðist byggt upp af miklum metnaði þar sem fagleg vinnubrögð eru lykilatriði.  Í mynd um íþróttastarf í Shaffallah Center var sögumaður ung stúlka, Fatima.  Hún tók viðtöl auk þess að sýnt var frá þátttöku hennar á æfingum og í keppni. Það að hafa stúlku sem fyrirmynd í myndinni vakti athygli og var talið vera staðfesting á því að stúlkur í Qatar eigi að njóta sömu tækifæra og drengir.

 

Dr. Eddie M. Denning, Managing Director, Shaffallah Center  var fyrirlesari á ráðstefnunni.  Í máli hans kom fram að  íþróttaiðkun geti stuðlað að auknu sjálfstæði og sterkari sjálfsmynd og því sé mikil áhersla lögð á íþróttir og hreyfingu.   Hann var tilbúinn að gefa nánari upplýsingar varðandi starfsemi Shaffallah Center sé áhugi á því á Íslandi.   eddiedenning@shaffallah.org

 

Skoðunarferð var í boði fyrir ráðstefnugesti og margt vakti athygli sem gæti verið áhugavert fyrir íslenska aðila að kynna sér nánar. Heimasíða,  www.Shaffallah.org.qa. 

 

Kynnt var íþróttastarfsemi fyrir fatlaða í Qatar en fulltrúar landsins hafa tekið þátt í viðburðum á vegum IPC, International Paralympic Committee og SOI, Special Olympics International.  Fram kom að Qatar mun sækja um að halda

Olympíuleikana og Paralympics árið 2016.  Asíuleikarnir 2006 voru haldnir í Qatar og þóttust taka mjög vel enda glæsileg íþróttamannvirki til staðar.

 

 

 

 

Samantekt helstu efnisþátta ráðstefnunnar

 

Efni ráðstefnunnar var margþætt. Megin þema var áhersla á að sýna fram á hvernig íþróttastarf getur stuðlað að aukinni færni barna með sérþarfir og aukið sjálfstæði,  sjálfsmynd og sjálfstraust fatlaðra einstaklinga.  Cherie Blair, lögfræðingur og eiginkona Tony  Blair forsætistráðherra Bretlands flutti athyglisverða ræðu á ráðstefnunni. Hún vísaði í samning  Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra, 30. grein um íþrótta- og tómstundastarf. Hún sagðist nálgast umræðu um almenn mannréttindi út frá því sjónarhorni að ekki ætti aðeins að horfa á það sem betur mætti fara heldur væri ekki síður mikilvægt að horfa á það sem gæti skilað jákvæðum árangri og  nýta það í baráttu fyrir auknum mannréttindum.  Þar gætu íþróttir verið mikilvægur þáttur.  Hún benti á að áhugi á íþróttum væri sameiginlegt áhugamál fólks af ólíkum þjóðernum og þjóðfélagstigum og hefðu skapað fyrirmyndir  eins og PELE og Muhammed Ali sem hefðu haft jákvæð áhrif á viðhorf fólks til litarháttar.  Hún sagði m.a. frá því  að vinsældir krikketspilara í Bretlandi sem er Shiti hefðu haft jákvæð áhrif á viðhorf fólks til samfélags Shita í Bretlandi.  Hún taldi það vera almenn og sjálfsögð mannréttindi að allir gætu tekið þátt í íþrótta-og tómstundastarfi og yfirstíga þyrfti hindranir sem væru til staðar.   Hún veitti leyfi til þess að ræðan yrði þýdd og birt á Íslandi.               Ljósrit af ræðu Cherie Blair fylgir hjálagt.

 

 

Eitt af málefnum ráðstefnunnar var  blöndun og/eða aðgreining fatlaðra og ófatlaðra.  Sérstaklega var horft til þess hvernig til hefði tekist í skólakerfinu og hjá íþróttahreyfingunni.   Rætt var hvernig til hefði tekist í einstaka landi, hvort um væri að ræða virka þátttöku eða draumsýn, raunverulegan árangur eða orð á pappír.  Að vera virkur, hvort sem er í íþrótta- og tómstundastarfi eða í skólastarfi var talið vera lykilatriði og það sem skiptir mestu máli þegar valkostir eru metnir.  Mörg lönd virtust glíma við sama vandamál þegar kom að þessum málaflokki en það var að framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að veita kennslu eða þjálfun í samræmi við þörf hvers og eins. Talið var mikilvægt að til staðar séu valkostir sem meta þarf út frá forsendum hvers og eins.  Þetta málefni tengist Íslandi ekki síður en öðrum löndum.

 

AUTISM SPEAKS  er mjög athyglisvert verkefni sem kynnt var á ráðstefnunni. Þetta verkefni var sett  á fót árið 2007 af Bob og Suzanne Wright, USA.   Markmið er að auka umræðu og skilning á einhverfu og safna fjármagni til rannsókna á orsökum einhverfu.   2. apríl hefur verið staðfestur sem sérstakur dagur tileinkaður einhverfu AUTISM AWARENESS DAY.  Fram kom að greining einhverfu um heim allan fer mjög vaxandi.  Málefnið er mikilvægt öllum þjóðum og vonast er til þess að rannsóknir verði árangursríkar.  Fulltrúi AUTISM SPEAKS sem sér um alþjóðamál, Andy Shield PHD. Vice President, Scientic Affairs er tilbúinn til þess að veita nánari upplýsingar sé áhugi á Íslandi á samstarfi við samtökin.

Netfang hans er ASHIH@AUTISMSPEAKS.ORG    Heimasíða  WWW.AUTISMSPEAKS.ORG

 

Kynnt var starfsemi samtakanna SCOPE í Bretlandi en samtökin telja mikilvægt að auka  samstarf  hagsmunasamtaka fatlaðra við íþróttahreyfingu fatlaðra og ófatlaðra.  Fram kom að í starfi samtakanna hafi komið fram fjölmörg dæmi um það að þeir einstaklingar sem þátt tóku í íþróttastarfi sýndu aukna færni á ýmsum sviðum.  Þar skipti ekki máli hvort um var að ræða almennan iðkanda eða þann sem stefndi á hámarksárangur og Paralympics.  Heimasíða samtakanna er www.scope.org.uk

Cherie Blair flutti ræðu sína í tengslum við þennan dagskrárlið, kynnt sem Cherie Blair, leading human rights barrister and Patron of Scope.  

 

Kynnt var verkefni í Trinity College Dublin sem hófst í kjölfar alþjóðaleika Special Olympics 2003 í Írlandi.  Staðfest var að leikarnir hefðu haft mjög jákvæð áhrif á viðhorf almennings í garð fólks með sérþarfir.  Sérstök námsbraut hefur verið sett á fót fyrir nemendur með sérþarfir og ný tækifæri hafa opnast fyrir þá sem áður áttu ekki möguleika á námi eftir að grunnskóla lauk.  Verkefnið er talið hafa skilað árangri  og haft jákvæð áhrif á viðkomandi nemendur en einnig skólasamfélagið og aðra nemendur.    Nánari upplýsingar gefur  Patricia O´Brien Ph. D. Director, Trinity College Dublin   Netfang; Obrienp3@tcd.ie   Heimasíða skólans;   www.tcd.ie/niid

 

Kynntar voru rannsóknir sem unnar hafa verið af samstarfshópi sérfræðinga frá 9 löndum. Óskað var eftir fulltrúum frá fleiri löndum til samstarfs en áhersla er lögð á  rannsóknir á ýmsu sem tengist íþróttastarfi fatlaðra.   Kynntar voru niðurstöður rannsóknar sem fram fór árin 1996 til  2004 í nokkrum löndum og tók fyrir ýmis atriði innri þætti, viðhorf, þátttöku múslimskra kvenna o.fl.  Ísland óskaði eftir því að rannsakað yrði hvaða lönd hafa stigið það skref að velja fatlaðan íþróttamann eða konu íþróttamann ársins og var tekið vel í þá beiðni.  Til skoðunar er að fá fulltrúa frá Íslandi í rannsóknarhópinn.  Fulltrúar hópsins staðfestu vilja til að starfa með aðilum á Íslandi sem áhuga hafa á að koma að rannsóknum á þessu sviði. 

Heimasíða;   www.disabilityresearchinsportandhealth.ca.  Nánari upplýsingar gefa Jill Le Clair, Ph.D, Professor Anthropology, Humber Institute of Technology&Advanced Learning, Toronto, Canada  Netfang; jill.leclair@sympatico.ca  og

Dr.Jagdish C Maharaj. DSM, DCH, MPH, Mmed, FAFRM,

Clinical Senior Lecturer, Uni. Sydney. Netfang;  jmaharaj@chcs.com.au

 

Kynnt voru alþjóðleg verkefni í Alabama og Alaska þar sem fatlað fólk alls staðar að getur komið og tekið þátt í íþrótta og útivistarstarfi í samræmi við óskir hvers og eins.

Íslendingar geta nýtt þetta tilboð eins og aðrar þjóðir.  

 

Kynnt var verkefnið “Project Teamwork” sem byggst hefur á samstarfi við verðlaunahafa á Paralympics og afreksíþróttafólki sem tekur þátt í kynningar og útbreiðslustarfi í Bandaríkjunum.

 

Kynntar voru nýlegar rannsóknir sem gerðar voru í Montpellier University, Frakklandi.  Rannsakað var hvernig fjölmiðlar fjölluðu um íþróttir fatlaðra í tengslum við Paralympics leika árin 2000 og 2004.  Tvö dagblöð í 5 löndum voru skoðuð.

Myndir frá Paralympic í Grikklandi árið 2000 voru 3 en árið 2004 þegar leikarnir voru haldnir í Aþenu í Grikklandi voru þær 105.  Greining á ljósmyndum var athyglisverð og niðurstöður sýndu ýmislegt áhugavert.  Sýnt var m.a. fram á að ljósmyndarar höfðu forðast að sýna fötlun eða tekið mynd sem aðeins sýndi fötlun viðkomandi en ekki hver hann var.   Myndir sýndu tilfinningar og viðbrögð frekar en keppnisskap og baráttu.   Á myndasíðu IPC var  meginviðfangsefni ljósmyndara samkeppni og barátta eins og þegar um er að ræða hefðbundna keppni.     

 

Kynnt var verkefni í University New Hampshire, USA en þar hefur verið lögð áhersla á að fatlað afreksíþróttafólk geti notið skólastyrkja og sveigjanleika til að geta æft og keppt samhliða námi við skólann. 

 

Kynnt voru samtök í USA BlazeSports America sem sett voru á fót árið 1996 í kjölfar Paralympic í Atlanta.   Starf samtakanna byggist á þróun íþróttatilboða fyrir hreyfihamlaða einstaklinga.  Skoða þarf nánar hvort ákveðnar hugmyndir í þróunarstarfinu í USA geti nýst við þróun starfsins á Íslandi.

 

Kynnt var starfsemi Mobility International USA.  Heimasíða; www.miusa.org

Samtökin leggja áherslu á að fatlað fólk taki virkan þátt í samfélaginu en einkunnarorð eru “Challenge Yourself and Change the World”. Bent var á að í flestum löndum virðist sem mörg fötluð börn og unglingar séu ekki í  íþróttakennslu  eða á íþróttaæfingum vegna fötlunar en þetta væri hópur sem frekar þyrfti tvöfalt fleiri tíma.  Góð ábending sem á við Ísland eins og önnur lönd.

 

Kynnt var verkefni fyrir blind,  heyrnarlaus og einhverf börn tengd þátttöku í tónlistarstarfi og listsköpun.

 

Kynnt var starfsemi fyrir einhverfa í Egyptalandi og árangur af íþrótta og tómstundastarfi fyrir þennan hóp.

 

Kynnt var saga Paralympics leikanna og áhrif íþrótta fatlaðra á kanadískt samfélag.

 

Kynnt var alþjóðahreyfing Special Olympics og ýmis starfsemi á vegum SOI.

 

Í lok ráðstefnunnar 22. apríl var innlegg frá heiðursgestum ráðstefnunnar, Forsetafrúm frá Albaníu, Búlgariu og Póllandi.  Dorritt Moussaieff, Forsetafrú á Íslandi var einnig heiðursgestur á ráðstefnunni en vegna annarra verkefni fór hún til London 21. apríl. .  Hún hafði áður lagt fram greinargerð um íþróttastarfsemi fatlaðra á Íslandi og tekið þátt í dagskrá ráðstefnunnar auk sérstakrar dagskrár fyrir heiðursgesti.  Það var mjög mikilvægt fyrir Ísland að frú Dorrit Moussaieff gæti séð sér fært að vera viðstödd þessa ráðstefnu en vera hennar í Qatar vakti athygli fjölmiðla á ráðstefnunni og þessum mikilvæga málaflokki.  Stuðningur íslensku forsetahjónanna við það starf sem unnið er á Íslandi á þessu sviði hefur verið ómetanlegur og Dorrit Moussaieff  hefur með ferð sinni til Qatar lagt enn eitt lóð á vogarskálarnar í þágu barna með sérþarfir.

 

Ýmsar sýningar og kynningar í tengslum  við ráðstefnuna

 

Í tengslum við ráðstefnuna fóru fram í hádegihléi, sýningar á tækjum og áhöldum auk kynninga á fjölmörgum verkefnum.  Bæklingar, myndir og annað kynningarefni frá þessum sýningum verða til staðar á skrifstofu ÍF.   Sarah Reinertsen, er í hópi hlaupara á Paralympics sem notar gervifót frá Össurri hf.  Hún var með kynningarbás í Qatar þar sem til sýnis var gervifótur merktur Össurri hf  auk þess sem hún var í  bol með merki fyrirtækisins.  Kynnt var starfsemi á sviði reiðkennslu og reiðþjálfunar fatlaðra sem fram fer á Spáni. Nánari upplýsingar; verdugo@usal.es      http//inico.usal.es

Sýnd voru ýmis áhöld og tæki sem nýst geta fötluðum börnum og unglingum í íþróttastarfi og fjölmargt fleira var kynnt.

 

Annað;

 

Rætt var við ýmsa aðila varðandi samstarf og m.a. var rætt við íþróttakonu sem var gull og silfurverðlaunahafi á Paralympics í hjólastólaakstri.  Rætt var um möguleika á aðstoð við að kynna þessa grein á Íslandi.  Hjólastólaakstur hentar mjög vel, ekki síst fyrir hreyfihömluð börn og unglinga. Kynna þarf sérhönnuð tæki á þessu sviði hér á landi, bæði sem keppnistæki og einnig sem tæki fyrir hreyfihamlaða nemendur í íþróttatímum í skólum.   Vel var tekið í að veita ráðgjöf og heimsækja Ísland sé þess óskað.  Linda Mastandrea, Attorney in Law.  LindaL.Mastandrea@aol.com

 

Rætt var við fulltrúa Shaffallah Center um gagnvirkt samstarf en gera má ráð fyrir því að aðilar á Íslandi hafi áhuga á að kynna sér nánar starfsemi Shaffallah Center.  Einnig kom fram áhugi þar á að kynnast verkefni sem farið hefur fram á Íslandi á sviði snemmtækrar íhlutunar.    Upplýsingar um rannsóknarverkefni sem fram fór á þessu sviði á Húsavík í samstarfi ÍF, Carolu Frank Aðalbjörnsdóttur, Húsavíkurbæjar, Heilbrigðisstofnunar Húsavíkur verða sendar til Qatar.

 

Sú umræða sem fram fór um ákvæði samnings UN um málefni fatlaðra sýnir fram á að væntingar eru gerðar til þess að ákvæðum verði fylgt eftir af aðildarlöndum samningsins.  Samkvæmt heimasíðu Félagsmálaráðuneytisins var samningurinn CONVENTION ON THE RIGHTS OF PERSONS WITH DISABILITIES) staðfestur á Íslandi 30. mars 2007.   Valfrjáls bókun við samninginn um réttindi fólks með fötlun (OPTIONAL PROTOCOL TO THE CONVENTION ON THE RIGHTS OF PERSONS WITH DISABILITIES) var einnig staðfest án fyrirvara.   Samningurinn  um réttindi fólks með fötlun og valfrjáls bókun við samninginn um réttindi fólks með fötlun hefur verið þýddur á íslensku og er aðgengilegur á heimasíðu ráðuneytisins.

30. grein samningsins er mikilvæg fyrir þá sem starfa að íþrótta- og tómstundamálum fyrir fatlaða á Íslandi og þörf er á að fylgja málum eftir á þessu sviði.

 

Þátttakendur ráðstefnunnar komu m.a. frá háskólum, samtökum fatlaðra, fjölmiðlum, endurhæfingar og heilbrigðisstofnunum og sérskólum, auk þess sem afreksfólk úr röðum fatlaðra var á ráðstefnunni sem þátttakendur og fyrirlesarar.   Fulltrúar frá Norðurlöndum voru  aðeins fjórir. Frá Íslandi;  Frú Dorritt Mousieff, Forsetafrú, Helga Þórarinsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu Forseta Íslands og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, frkvstj. Special Olympics á Íslandi og fræðslu og útbreiðslusviðs ÍF.

Frá Noregi; Solveig – Alma Haalas Lyster – Faculty of Education in the Department of Special Needs Education at the University of Oslo. 

Fáir fulltrúar voru á ráðstefnunni frá íþróttasamtökum fatlaðra í einstaka löndum en fulltrúar alþjóðaíþróttasamtaka IPC og SOI voru til staðar.  Mikilvægt er að fleiri fulltrúar Norðurlanda og fulltrúar íþróttasamtaka fatlaðra taki þátt í ráðstefnum sem gefa mynd af íþróttastarfi á heildstæðari hátt en gert hefur verið.

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó aðalefni ráðstefnunnar væri íþróttastarf og gildi þess fyrir einstaklinga og samfélög var fjölmargt annað rætt og lagt fram sem einnig hefur mikla þýðingu.   Unnið verður úr efni ráðstefnunnar en helstu niðurstöður, glærur og kynningarefni eru til á CD.

 

 

Eitt mikilvægasta verkefni Íþróttasambands Fatlaðra á Íslandi er að fá fagfólk innan mennta og heilbrigðiskerfisins í auknum mæli til liðs við það starf ÍF sem tengist útbreiðslu og nýliðun.  Eins og fram kom í erindi frá fulltrúum SCOPE er einnig mikilvægt að auka samstarf hagsmunasamtaka fatlaðra og íþróttahreyfinga fatlaðra.  

 

 

 

KATAR2008 027.jpgÉg vil að lokum þakka innilega fyrir að hafa verið gefið tækifæri til að taka þátt í þessarri ráðstefnu.  Uppbygging fyrirlestra, val á efni og skipulag tel ég að hafi tekist mjög vel og án efa mun efni ráðstefnunar eiga eftir að nýtast Íslandi á einhvern hátt.

Þar ræður fyrst og fremst áhugi þeirra sem starfa á hverju sviði en ljóst er að tækifæri til samstarfs eru til staðar.  Samstarf á sviði rannsókna tel ég að geti verið mjög áhugavert og árangursríkt fyrir starf að málefnum fatalaðra á Íslandi.

 

 

Virðingarfyllst

 

 

_________________________

Anna Karólína Vilhjálmsdóttir

Frkvstj. Special Olympics á Íslandi /

Fræðslu og útbreiðslusviðs ÍF