Íþróttasamband Fatlaðra | mánudagur 2. apríl 19:53
Skráningar í keppni á Landsmót UMFÍ - Boccia fatlaðra

Kæru félagar Framundan er Landsmót UMFÍ. Það hefur verið ákveðið að keppt verður í BOCCIA sveitakeppni fimmtudaginn 5. júlí 2007. Mótið fer fram í íþróttahúsinu Digranesi. Keppt verður í karlasveitum og kvennasveitum. Hvert ungmennafélag/samband má senda eina karlasveit og eina kvennasveit til keppni. Spilað verður eftir BOCCIAreglum ÍF, alþjóðareglum í BOCCIA. Vinsamlegast fáið ykkar ungmennafélag / samband til að skrá lið ykkar sem fyrst.

Þeir aðstoðarmenn sem mæta með liðum eru vinsamlegast beðnir að aðstoða við dómgæslu. Einnig er æskilegt að taka með sér BOCCIA bolta.

Ef það eru einhverjar spurningar varðandi BOCCIA er ykkur óhætt að hafa samband við Karl Þorsteinsson, formann BOCCIA nefndar ÍF í tölvupósti kallith@simnet.is eða í síma 892 6245.

Hvet sem flest ungmennafélög til að senda sveitir til keppni á Stóra Landsmótið í Kópavogi.

Kveðja
Karl Þorsteinsson