Íþróttasamband Fatlaðra | mánudagur 2. apríl 19:53
Skráningar í keppni á Landsmót UMFÍ - Frjálsar íþróttir fatlaðra

Föstudaginn 6. júlí fer fram keppni fatlaðra í frjálsum íþróttum á landsmóti UMFÍ í Kópavogi. Þar verður keppt í 100 m hlaupi/hjólastólaakstri, langstökki og kúluvarpi. Fyrstu 10 sæti gefa stig og því getur þátttaka skipt máli fyrir hvert héraðssamband eða ungmennafélag.
Einn karl og ein kona verða landsmótsmeistarar í hverri grein.

Fötlunarflokkar skv. kerfi IPC verður til hliðsjónar árangri og því þarf að skrá fötlunarflokk hvers keppenda.

Þroskaheftir eru skráðir i flokk C
Blindir / sjónskertir eru skráðir í flokk B1 ( blindir) eða B2/B3 sjónskertir
Hreyfihamlaðir eru skráði í flokk S - og þar þarf einnig að staðfesta fötlunarflokk skv. læknaráði ÍF.
Ef hreyfihamlaðir keppendur hafa ekki verið flokkaðir þarf að staðfesta flokkun af læknaráði ÍF.
Formaður þess er Ludvig Guðmundsson, læknir á Reykjalundi, ludvigg@reykjalundur.is

Ef erfitt er að fá flokkun þarf að tilgreina á skýran hátt einkenni fötlunar og hvort viðkomandi er í hjólastól.

Héraðssambönd og/eða ungmennafélög senda skráningar á landsmót UMFÍ.

Aðildarfélög ÍF, héraðsambönd og ungmennafélög eru hvött til þess að kynna þetta tilboð fyrir sínum félagsmönnum.