Útivistarhjólastólar - Forsaga málsins                       

 

Í júní 2005 stóðu 365 ljósvakamiðlar/ Ísland í býtið /  Bylgjan fyrir söfnun í samvinnu við Íþróttasamband Fatlaðra þar sem safnað var fyrir kaupum á torfærustólum fyrir hreyfihamlaða

 

Fyrsti útivistarhjólastóllinn var pantaður í kjölfar þess Heimir Karlsson og félagar á Stöð2 unnu um 200.000 kr. í getraunum og vildu ÍF fengi njóta afrakstursins.

Áhugi var á finna einhvern hlut eða tæki sem kæmi hreyfingunni vel og  ÍF leitaði til Paul Speight hjá fyrirtækinu Spoke´n motion í USA sem hefur framleitt m.a. vetraríþróttatæki fyrir fatlaða.  Hann benti á þennan stól sem var nýkominn á markað og í framhaldi af því var hann pantaður til landsins.

 

Meðfylgjandi myndir eru frá afhendingu stólsins mánudaginn 6. júní 2005 en þá prófaði  Svanur Ingvarsson stólinn í fjörunni og sjónum í Nauthólsvík.  Þetta var algjörlega upplifun fyrir hann sem er hreyfihamlaður og mikill áhugamaður um útivist.  Þegar fjölskyldan hefur farið í fjöruferð hefur hann  beðið í bílnum þegar farið er í fjöruna en þetta tæki breytir því. 

Stóllinn hentar vel til ferða á stöðum þar sem ekki er greiðfært á venjulegum hjólastólum og gefur hreyfihömluðum tækifæri til útivistar.

 

Við afhendingu stólsins í júní 2005 sköpuðust umræður um þá staðreynd hefðbundnir hjólastólar eru hannaðir fyrir slétt undirlag og henta ekki til almennrar útivistar utan malbiksins.  

 

Í kjölfar afhendingar stólsins og frumkvæði Heimis Karlssonar hófu 365 ljósvakamiðlar / Ísland í Býtið/ Bylgjan, vikusöfnun í samvinnu við Íþróttasamband Fatlaðra.  Markmið var   safna fyrir stólum sem staðsettir skyldu verða í hverjum landsfjórðungi til afnota fyrir hreyfihamlað fólk á öllum aldri.   Kynnt var gildi þessa nýja tækis og fjölmargir gestir komu í þáttinn Ísland í Býtið til ræða útivistarmöguleika hreyfihamlaðra.

 

Útkoma þessa verkefnis varð pantaðir voru til landsins 11 stólar og komu þeir til landsins í janúar 2006.    Sótt var um niðurfellingu á aðflutningsgjöldum en þeirri beiðni var hafnað á forsendum laga og reglugerða um undanþágur.   Í kjölfarið var málið kært og nánari skilgreining mörkuð um formlega eigendur stólanna.

 

Í júlí 2006 barst loks svar þar sem staðfest var málið hefði verið afgreitt með samþykki um niðurfellingu aðflutningsgjalda og í framhaldi af því var unnið því stólana leysta út.

Þeir verða sendir til skráðra eigenda en umsjónarmenn stóla verða þeir aðilar sem munu hafa yfirsýn yfir útlán og nýtingu þeirra á hverju svæði.

 

Þetta samstarfsverkefni hefur verið mjög lærdómsríkt og hefur skapað umræður um gildi þess hreyfihamlaðir njóti útivistar eins og aðrir.  Einnig hefur þetta verkefni sýnt fram á brýna þörf á endurskoða lög og reglugerðir sem varða kaup á tækjum til útivistar fyrir hreyfihamlaða.

 

Þrátt fyrir þreytandi baráttu við kerfið er þetta eitt ánægjulegasta samstarfsverkefni sem ÍF hefur unnið .  ÍF hefur unnið því kynna tæki og búnað en mikill kostnaður fylgir slíku kynningarstarfi og því hefur það gengið mjög hægt.  Þessi stuðningur er því ómetanlegur.

 

365 ljósvakamiðlar/Ísland í Býtið/Bylgjan og ekki síst Heimir Karlsson eiga skilið miklar þakkir fyrir þeirra framlag.