Opna Breska meistaramótið í sundi 2008

Heimsmet og fimm Íslandsmet féllu á Opna breska sundmótinu sem fram fór í Sheffield á Englandi

25. – 27. april sl.


Á vegum Íþróttasambands Fatlaðra tóku 13 keppendur þátt á mótinu.  Auk Íslands tóku þátt keppendur frá 16 löndum, víðs vegar úr heiminum, enda mótið liður í undirbúningi margra fyrir Ólympíumót fatlaðra sem fram fer í septembermánuði n.k.

Fimm Íslandsmet féllu á mótinu og alls unnu íslensku keppendurnir til sjö gullverðlauna, þriggja silfurverðlauna og sjö bronsverðlauna.

Á mótinu setti Embla Ágústsdóttir, ÍFR, heimsmet í 50 m flugsundi í flokki S2.  Flokkum hreyfihamlaðra í sundi er skipt í 10 flokka þar sem S1er flokkur mest fatlaðra og S10 flokkur þeirra sem minnst eru fatlaðir.  Embla, sem áður var skráð í flokk S3 og var skráð til leiks í 50 m flugsundi í þeim flokki, hlaut á mótinu nýja alþjóðlega flokkun sem er S2.

Í flokkum S1 til S7 er 50 m flugsund meðal þeirra sundgreina sem boðið er upp á en hefur þar til ekki verið synt í flokki S2. Með því synda þessa grein, sem Embla synti á 2:00,51 mín, varð hún fyrst kvenna með sambærilega hreyfigetu, til synda þessa sundgrein og setja þar með heimsmet.

Beðið er staðfestingar sundnefndar IPC - alþóðaólympíuhreyfingar fatlaðra á metinu.

 

Nánar

Íslensku keppendurnir voru eftirfarandi:

Frá ÍFR:            Eyþór Þrastarson, Hrafnekll Björnsson, Sonja Sigurðardóttir, Embla Ágústsdóttir, Jana Birna Björnsdóttir

Frá Friði:           Pálmi Guðlaugsson, Ragnar Ingi Magnússon

Karen Björg Gísladóttir, Hulda Hrönn Agnarsdóttir, Lára Steinarsdóttir, 

Frá Ösp:           Adrian Erwin, Jón Margeir Sverrisson, Skúli Steinar Pétursson

 

Árangur helgarinnar;

 

Íslandsmet:

Hrafnkell Björnsson  SB5                        50 m bringusund  1:16,02

Hrafnkell Björnsson SB5             100 m bringusund 2:47,19

Jana Birta Björnsdóttir  SB6                    50 m bringusund  1:31,80

Embla Ágústsdóttir S2                           50 m flugsund    2:00,51  (heimsmet í S2)

Pálmi Guðlaugsson  S6                          50 m flugsund   0:45,54

 

 

Verðlaun; 7 gull, 3 silfur, 7 brons sem skiptust:

Karen Björg Gísladóttir  4 gull, 1 silfur

Embla Ágústsdóttir    3 gull, 1 silfur

Eyþór Þrastarson  1 silfur, 1 brons

Hulda Hrönn Agnarsdóttir  4, brons

Sonja Sigurðardóttir  1 brons

Lára Steinarsdóttir 1 brons