Íţróttasamband Fatlađra | laugardagur 4. mars 21:16

Opinn fundur um vetraríţróttir og útivist fyrir fatlađa

Mánudagskvöldiđ 27. febrúar var haldinn opinn fundur um vetraríţróttir og útivist fyrir fatlađa á vegum Íţróttasambands Fatlađra.
Fyrirlesarar voru fjórir sérmenntađir leiđbeinendur frá Bandaríkjunum sem hafa áratuga reynslu ađ baki á ţessu sviđi. Samstarf ÍF, Vetraríţróttamiđstöđvar Islands og Challenge Aspen í Colorado hefur reynst mjög árangursríkt en samstarfiđ byggir á ráđgjöf, frćđslu og heimsókn kennara til Íslands og kennslu íslenskra skíđakennara og fatlađra einstaklinga í Aspen.
Í hópnum er auk fulltrúa Challenge Aspen m.a. fulltrúi frá WinterPark í Colorado. Ţessir fjórir gestir frá Aspen eru í fremstu röđ leiđbeinenda á ţessu sviđi í Bandaríkjunum og standa m.a. ađ menntun ţeirra sem vilja sérhćfa sig á sviđi vetraríţrótta og útivistar fyrir fatlađa. Á fundinum voru auk vetraríţrótta og hefđbundinna íţróttagreina kynnt önnur tilbođ s.s. klettaklifur, flúđasiglingar, hestamennska og fleira.

Sérverkefni á vegum Challenge Aspen - Tilbođ fyrir bandaríska hermenn Íraksstríđsins
Athygli vakti á fundinum ađ sérstakt verkefni á vegum Challenge Aspen, tengist stríđinu í Írak en sett hefur veriđ upp sérstakt prógramm fyrir hermenn sem hafa slasast og fatlast í stríđinu. Ţeir taka ţátt í verkefni sem byggir á útivistartilbođum og skíđamennsku fyrir einfćtta, lamađa og ađra sem á einhvern hátt ţurfa sérhćfđa ađstođ eđa hjálpartćki. Viđtöl voru viđ hermennina sem töldu ţetta verkefni hafa haft mikla ţýđingu fyrir ţeirra andlega, ekki síđur en líkamlega ástand.

Leiđbeinendurnir halda námskeiđ í Hlíđarfjalli og opna fundi á Akureyri í samstarfi viđ IF og VMI ţessa viku og fara erlendis 7. mars.
Umsjónarmenn á Akureyri eru Ţröstur Guđjónsson 896 11 47 og
Hörđur Finnbogason 8201658, vetraríţróttanefnd ÍF