Íþróttasamband Fatlaðra | fimmtudagur 15. apríl 11:32

Samstarf ÍF og Íþróttaskorar KHÍ

Undanfarin ár hefur ÍF verið í samstarfi við KHÍ á Laugarvatni vegna námskeiða um íþróttir fatlaðra. Umsjón námskeiða sem hafa gefið A stig ÍF voru upphaflega á vegum ÍF eru nú skipulögð af KHÍ á Laugarvatni í samvinnu við ÍF. Í vetur hefur námskeiðið verið tengt Íslandsmótum ÍF en nemendur sáu um framkvæmd Íslandsmóts ÍF í frjálsum íþróttum í febrúar og um dómgæslu í boccia á Íslandsmóti ÍF í mars. Oft hefur skort starfsfólk á Íslandsmótum ÍF og því er þessi samvinna mjög mikilvæg fyrir ÍF auk þess sem nemendur fá góða yfirsýn yfir íþróttastarf fatlaðra.

Í tengslum við námskeið um íþróttir fatlaðra tóku nemendur KHÍ þátt í verklegum æfingum í íþróttasal ÍFR, Hátúni 12, þann 12 mars sl.