1. grein
Hvataverðlaunin eru veitt einstaklingum, félagasamtökum, stofnunum, fyrirtækjum eða öðrum aðilum sem á framsækinn hátt hafa unnið í þágu íþróttastarfs fatlaðra á árinu.
2. grein
Markmið Hvataverðlunana er að örva og vekja athygli á því starfi sem fram fer hjá Íþróttasambandi fatlaðra og aðildarfélögum þess
3. grein
Valnefnd, skipuð fulltrúum stjórnar og starfsmanna ÍF, safnar upplýsingum um framsækna aðila sem unnið hafa í þágu íþróttasatrfs fatlaðra á árinu og leggur fyrir stjórn ÍF eigi síðar en í lok október ár hvert.
4. grein
Á Hvataverðlaunin, sem er viðurkenning sem vinningshafi hlýtur til eignar, skal rita nafn og ártal vinningshafa.
5. grein
Hvataverðlaunin eru veitt samhliða því er kunngert er val á Íþróttamanni og – konu ársins úr röðum fatlaðra.