Special Olympics International samtökin (SOI) voru stofnuð árið 1968 af Kennedy fjölskyldunni.
Alþjóðasumarleikar og alþjóðavetrarleikar eru haldnir fjórða hvert ár.
Umsjónaraðili starfsemi Special Olympics á Íslandi er Íþróttasamband fatlaðra (IF)
Íþróttasamband fatlaðra hefur verið aðildarland Special Olympics International frá árinu 1989.
Þátttakendur á leikum SOI eru einstaklingar með þroskahömlun og allir keppa við sína jafningja.
www.athens2011.org
Alþjóðaleikar Special Olympics í Grikklandi 25. júní – 4. júlí 2011
Þar verða 7.500 keppendur frá um 180 löndum, 25.000 sjálfboðaliðar. 3.500 starfsmenn íþróttagreina,auk þúsunda aðstandenda, gesta, fjölmiðlafulltrúa og áhorfenda. Keppnisgreinar eru 22; Badminton, boccia, blak, borðtennis, fimleikar, frjálsar, körfubolti, handbolti, hestaíþróttir, golf, judo, keila, kajakróður, knattspyrna, lyftingar, siglingar, sund, skautahlaup, softball, tennis, hjólreiðar, MATP.
Þátttaka Íslands
Ísland sendir 36 keppendur á alþjóðaleika Special Olympics í Aþenu, Grikklandi. Þeir keppa í 8 greinum; Boccia, fimleikum, frjálsum íþróttum, golfi, keilu, knattspyrnu, lyftingum og sundi. Hvert land fær kvóta í ákveðnum greinum og strangar reglur gilda um fjölda þjálfara. Löndin þurfa að greiða fyrir það aðstoðarfólk sem ekki er innan kvóta en kvóti er fyrir 1 þjálfara á hverja 4 keppendur eða 2 þjálfara á 6 keppendur. Heildarkvóti fararstjóra og þjálfara 36 keppenda í 8 greinum er 15 manns, alls 51
Tveir íslenskir handboltadómarar taka þátt í dómgæslu í handbolta á leikunum, Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Stór hópur aðstandenda mun fara til Grikklands og fylgjast með leikunum.
Lógó leikanna; Appollo, sólarguðinn
Kjörorð leikanna; I´m in
Sérviðburðir
Vinabæjardagskrá 20. júní - 24. júní
Opnunarhátíð 25. júní
Lokahátíð 4. júlí
Keppnisdagar
Boccia 26. júní - 3. júlí
Fimleikar 26. júní - 29. júní
Frjálsar íþróttir 28. júní - 4. júlí
Golf 27. júní - 2. júlí Frídagur 29. júní
Keila 26. júní - 3. júlí
Knattspyrna 26. júní - 3. júlí
Lyftingar 27. júní - 3. júlí Frídagur 30. júní
Sund 26. júní - 3. Júlí
Eftir fyrsta þjálfarafund í hverri grein verður hægt að staðfesta þessar upplýsingar en þær gætu breyst.
Ferðaáætlun; Brottför er 20. júní og heimkoma 5. júlí -
Keppendur ÍF;
Boccia; Guðmundur Örn Björnsson, Þjóti og Emilía Arnþórsdóttir, Ívari
Fimleikar; Helgi Magnússon, Birkir Eiðsson, Jóhann Fannar Kristjánsson, Kristín Hrefna Halldórsdóttir,
Eydís Ásgeirsdóttir, Elva Björg Gunnarsdóttir öll í Gerplu/Ösp
Frjálsar íþróttir; María Dröfn Einarsdóttir, Eik, Sigríður Erna Kristinsdóttir, Suðra, Jakob G Lárusson, Nesi,
Haraldur Þórarinsson, Ösp, Sigurjón Sigtryggson, Snerpu
Golf; Elín Fanney Ólafsdóttir, Keili og Sigurður Ármannsson, Firði
Keila; Gauti Árnason, Jón Þórarinsson og Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp og Áslaug Þorsteinsdóttir, Þjóti
Knattspyrna; Reynir A Ingólfsson, Suðra, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Markússon, Nesi,
Róbert Ragnarsson, Lárus Örn Santiago, Tómas Freyr Santiago, Sæþór Helgi Jensson, Jakob Alexander Guðmundsson og Kristberg Jónsson, allir í Ösp
Lyftingar; Daníel Unnar Vignisson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, báðir í ÍFR
Sund; Jón Gunnar Halldórsson, Óðni, Andri Hilmarsson, Ösp, Michael Thor Masselter, ÍFR,
Elsa Sigvaldadóttir, Firði, Elísabet Þöll Hrafnsdóttir, Óðni, Kristín Þorsteinsdóttir, Ívari
Fararstjórar; Anna Karólína Vilhjálmsdóttir frkvstj. Special Olympics á Íslandi
Jóhann Arnarson, stjórnarmaður ÍF og íþróttagreinastjóri Special Olympics á Íslandi
Aðstoðarfararstjóri, aðstoðarmaður knattspyrnuliðs, ljósmyndari og myndatökumaður; Jón Björn Ólafsson
Þjálfarar/aðstoðarfólk;
ÍF
Boccia; Jónas Sigursteinsson, bocciaþjálfari Íþróttafélagsins Ívari Ísafirði.
Fimleikar; Axel Ólafur Þórhannesson og Sigurlín Jóna Baldursdóttir, fimleikaþjálfarar, Gerplu
Frjálsar Íþróttir; Ásta Katrín Helgadóttir, frjálsíþróttanefnd ÍF, Þórarinn Hannesson, íþróttakennari Siglufirði
Golf; Heiðrún Jóhannsdóttir, Golfklúbbnum Keili
Keila; Guðrún Hallgrímsdóttir,keiluþjálfari hjá Ösp
Lyftingar; Arnar Már Jónsson, lyftingaþjálfari ÍFR
Knattspyrna; Darri McMahon, þjálfari Ösp, Dagur Dagbjartsson, starfsmaður KSÍ
Sund; Dýrleif Skjóldal, sundþjálfari Óðni. Tómas Hajek, sundþjálfari ÍFR
Nánar um Special Olympics
Samtökin Special Olympics International (SOI) voru stofnuð af Kennedy fjölskyldunni 1968. Timothy Kennedy Shriver er núverandi forsvarsmaður þeirra. Áhrif Kennedy fjölskyldunnar koma fram í öllu starfi samtakanna sem hafa náð gífurlegri útbreiðslu. Starfsemin byggist upp á því að skapa einstaklingum með þroskahömlun, tækifæri til þátttöku í íþróttastarfi þar sem virðing og jafnræði ríkir og allir eru sigurvegarar. Iðkendur á vegum Special Olympics um heim allan eru nú rúmlega þrjár milljónir en allir geta verið með, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Fjölmargir Íslendingar hafa fengið tækifæri til þátttöku á glæsilegum alþjóðaleikum Special Olympics sem haldnir eru fjórða hvert ár. Auk íþróttastarfs stendur SOI fyrir alþjóðaverkefnum sem miða að því að bæta heilsufar, menntun og daglegt líf þessa hóps. Alþjóðaskrifstofa er í Washington og Evrópuskrifstofa í Brussel.
Umfang og glæsileiki alþjóðaleika Special Olympics líkist helst ólympíumótum en keppnisform er gjörólíkt.
Engin lágmörk þarf á leikana og undankeppni fer fram þannig að allir keppa í jöfnum riðlum.
Þátttakan er aðalatriðið, allir keppa aðeins við sína jafningja og allir eiga sömu möguleika á verðlaunum. Hugmyndafræði Special Olympics byggir á gildi umburðarlyndis og jafnræðis. Lögð er megináhersla á þátttöku, ánægju, einstaklingsmiðaða færni og vináttu.
Nánari upplýsingar;
Flugáætlun; 20. júní 2011 KEF LHR FI 450 0740 - 1145 LHR ATH A 3603 1635 2210
05. júlí 2011 ATH LHR A 3602 1330 – 1530 LHR KEF FI 455 2110 2310
Gististaðir;
Aghios Andreas Village
Hópur 1 Frjálsar íþróttir, keila, lyftingar, sund Smáhýsi - Aghios Andreas Village 40 km frá OAKA
Southern Accommodation Venues
Hópur 2 Boccia, golf, fimleikar Hótel
Hópur 3 Knattspyrna Hótel
Beðið er nánari upplýsingar um nafn á hótelum. Fararstjóri frá ÍF verður á hverjum gististað.
Keppnisstaðir;
Athens Olympic Sport Complex
Frjálsar Íþróttir; Olympic Stadium
Lyftingar Olympic Velodrome
Sund Olympic Aquatics Center
Hellinikon Olympic Complex
Fimleikar Olympic Fencing&Indoor Hall
Knattspyrna Olympic Baseball Venue
Sjálfstæðir keppnisstaðir
Boccia Peace and Friendship Stadium Pireaus
Golf Glyfada Golf Course
Keila Spata – Blanos Sports Park
Lógó leikanna á að endurspegla gríska landslagið og litirnir tákna
lífsgleði, bjartsýni, staðfestu, frelsi og von
Vinabær Íslands - Halkidiki
Halkidiki er skagi suðaustur af Thessaloniki sem er næst stærsta borg Grikklands.
Þrír tangar einkenna landslagið en þetta svæði er eitt það fallegasta í Grikklandi.
Íslenski hópurinn mun gista á hóteli ásamt öðrum þjóðum sem verða á svæðinu.
Vinabæjarprógramm er sett á til að allur hópurinn geti verið saman við skemmtilegar
aðstæður og kynnst lífi og starfi þeirra þjóða sem halda leikanna.