|
Samantekt úr aðalreglum SOI fyrir lönd sem eru á 3. þrepi ("Appendix 1" í aðalreglubók.) |
Styrktaraðilar Special Olympics á Íslandi |
The mission of Special Olympics is to provide year-round sports training and athletic competition in a variety of Olympic-type sports for children and adults with intellectual disabilities, giving them continuing opportunities to develop physical fitness, demonstrate courage, experience joy and participate in a sharing of gifts, skills and friendship with their families, other Special Olympics athletes and the community. http://www.specialolympics.org/Sections/What_We_Do/Special_Olympics_Mission.aspx |
|
Skyldur tengdar íþróttum, þjálfun og þróun: |
1. | Skylda til að uppfylla keppnisreglur SO: Verður að uppfylla skyldur og á að vinna að því að skapa sér tengsl við íþróttasérsambönd. | |
2. | Fjöldi opinbera íþróttagreina sem í boði eru: Verður að bjóða upp á þjálfun, keppni og þjóðarleika í að minnsta 2 opinberum íþróttagreinum SO og til viðbótar í 1 íþróttagrein sem er opinber SO eða vinsæl íþróttagrein í viðkomandi landi. | |
3. | Íþróttaþjálfun: Vinna að því að koma á skriflegri áætlun (program) fyrir íþróttaþjálfun sem lýst er nákvæmlega hvernig byggja á upp íþróttagreinina, við þjálfun á öllum stigum hennar og fyrir öll stig fötlunar og aldurshópa. | |
4. | Þjálfunarnámskeið: Bjóða að minnsta kosti upp á eitt námskeið á ári í opinberi SO íþrótt sem er í boði í viðkomandi landi. | |
5. | Íþrótta og þjálfunarstjóri (National Sports Director): Er í minnsta lagi í hlutastarfi fyrir samtökin. Hefur yfirumsjón með skipulagningu og framkvæmd íþrótta og þjálfunar. Sama á við um námskeið því tengdu. | |
6. | Íþróttastjórnun - íþróttanefnd: Samtökin eiga að hafa sérfræðing í sérhverri opinberi íþróttagrein sem boðið er upp á. Hann er sjálfboðaliði. Hann á að halda árlega fund með þjálfurum og kennir þeim íþróttastjórnun og hugmyndafræði SO. | |
7. | Skildur vegna "Unified Sport": Samtökin eiga að vera með sýnikennslu og prufukeppni í að minnsta kosti einni íþróttagrein. Samtökin eiga að halda þjálfunar og kennslu námskeið. | |
8. | Þjálfun fjölfatlaðra "SO MATP": Vinna í samvinnu við SOI að skipulagningu að því að koma á "MATP"- þjálfun í framtíðinni. | |
9. | Takmark samtakana: Að breiða út samtökin á landsvísu og að búa til 4 ára áætlun um hvernig á að ná til fleiri iðkenda í þéttbýli, dreifbýli og á landsvísu. | |
10. | Tilgangur iðkendaskráningarkerfis SO: Koma á fullkominni skráningu allra iðkenda / þátttakenda SO Ísland. Nota samþykkta aðferðafræði við skráningu. | |
11. | Tilgangur iðkenda stjórnunar kerfis: Áætlun um að gera iðkendur meira ábyrga við stjórnun og framkvæmd íþróttanna. | |
12. | Mat á starfi: Sjá til þess að koma á matskerfi fyrir allt starf SO Ísland, hvort heldur sem stjórnun eða framkvæmd móta, sem og önnur störf sem fyrirfinnast innan vébanda SO Ísland. | |
13. | Rannsókna og þróunarstarf: Stuðla að og aðstoða við allar rannsóknir á og um þroskahefta. Tengjast regnhlífarsamtökum þroskaheftra. Leita ráða hjá sérfræðingum s.s. læknum, sérfræðingum um þessa fötlun og vísindamönnum. | |
14. | Vaxtaþróun samtakana: Stuðla að því að samtökin stækki ár frá ári, iðkendum á að fjölga og bjóða á uppá fleiri íþróttagreinar. Búa til áætlun fyrir uppbyggingu. | |
15. | Fjölskyldur: Hefur búið til áætlun þar sem gert er ráð fyrir þátttöku fjölskyldna. Til er áætlun um að koma áætluninni í framkvæmd. Hvetja fjölskyldur kerfisbundið til þátttöku. Bjóða fjölskyldum á mót. | |
16. | Sjálfboðaliðar: Hefur búið til áætlun um þátttöku sjálfboðaliða. Búa til spaldskrá sem heldur utan um upplýsingar um sjálfboðaliða. Bjóða upp á fræðslu fyrir sjálfboðaliða. Kerfið á að vera komið í framkvæmd. |
|
Skyldur tengdar leikum og keppni: |
1. | Halda Íþróttaleika samtakana: Halda íþróttaleika í anda "Olympic" eftir aðal- og íþrótttareglum SOI. Virða reglur um mikla breidd þátttakenda í getu (all levels of accreditation). Keppt í samræmi við alþjóðareglur hverrar íþróttagreinar. | |
2. | Mót haldinn af íþróttafélögum: Þróa reglur fyrir þessi mót. Þau skulu haldin árlega í heimabyggð þegar og ef SOI gefur SO Íslandi leyfi til þess að hefja slíka starfsemi. | |
3. | Þátttaka í Heimsleikum: Samtök eru skuldbundin til að taka þátt og eru ábyrg fyrir ferðum til og frá mótsstað. Samtökin verða að nota 80% af útgefnum kvóta SOI. | |
4. | Mat á leikum: Búa til teymi til þess að meta gæði móta (Games Evaluation Team). |
|
Skyldur tengdar útgáfumálum (public education): |
1. | Áætlun um almenningsfræðslu: Þróa og koma á ársplani um fræðslumál sem samþykkt hefur verið af SOI og gerir ráð fyrir útgáfu á fræðsluefni og að gera samtökin eins sýnileg og mögulegt er í fjölmiðlum. | |
2. | Dreifing upplýsinga til almennings: Eiga að minnsta kosti einn fræðslubækling á íslensku til að dreifa. Eiga upplýsingar um þátttakendur sem taka þátt í Heimsleikum (WG) til þess að afhenda mótshöldurum (GOC). | |
3. | Samstarf við fréttastofur: Vinna að því að fjölmiðlar sæki mót SO Íslands og fjalli um þau. | |
4. | Fréttabréf: Gefa út fréttabréf minnst einu sinni á ári og senda það til: íþróttamanna, fjölskyldna, þjálfara og til einstaklinga og fyrirtækja sem styrkja samtökin. | |
5. | Íþróttamenn: Hafa íþróttamennina sýnilega sem þátttakendur á öllum fræðslusamkomum. | |
6. | Starfsmenn í almannatengslum: Hafa starfandi sjálfboðaliðanefnd sem aðstoðar samtökin við þróun og koma á almenningstengslum (Public Education Plan). | |
7. | Blaðafulltrúi sem sér um neyðartilfelli: Gera og eiga sérstaka áætlun um neyðartilvik sem kunna að koma upp. Aðeins á að vera einn málssvari fyrir samtökin á slíkri stundu. |
|
Skyldur tengdar uppbyggingu, stjórnun og fjármálum samtakana: |
1. | Fylgni við aðalreglur SOI: Fylgja skal aðalreglum SO í öllu. (Complies with all General Rules.) | |
2. | Notkun á nafni og merkjum (logo): Nota á nafn, merki og bréfsefnis styrktarlínu samtakanna SOI eins og aðalreglur segja til um. Einnig á SO Ísland að standa vörð um einkarétt SOI til notkunar á nafni, merkjum og táknum. | |
3. | Umsókn um skráningu (Application for Accreditation): Senda á inn umsóknina / skýrsluna á réttum tíma sem SOI ákveður. Umsóknin á að vera réttilega og fagmannlega útfyllt. | |
4. | Starfa sem sjálfstæður lögaðili: Samtökin eiga að vera lagalega óháð og sjálfstæð eða vera sjálfstæð eining í öðrum samtökum sem eru styrktaraðilar SO Ísland. | |
5. | Starfa í samræmi við lög og reglur viðkomandi lands: SO Ísland á að starfa í samræmi við lög og reglur Lýðveldisins Íslands. Samtökin verða að uppfylla öll skilyrði þess að vera félagasamtök uppbyggð á lýðræðislegan hátt og skilgreinast sem "non-profit" samtök. | |
6. | Tilurð og samsetning stjórnar samtakana: Samtökin hafa stjórn (Board of Directors/National Committee) sem fer með lagalega ábyrgð á að stjórnun og starfsemi samtakana. | |
7. | Lög samtakana SO Ísland: Samtökin semja og gefa út skriflega sérstök lög samtakana á Íslandi. Lögin verða að vera í samræmi við aðalreglur SO og landslög Lýðveldisins Íslands. SOI þarf að samþykkja lögin | |
8. | Samsetning stjórnar SO Íslands: Stjónin verður að vera skipuð einstaklingum með jafnvægi bæði landfræðilega og fræðilega þ.e. sérfræðingum. Í stjórninni skal sitja einn sérfræðingur á sviði íþrótta og einn sérfræðingur á sviði þroskahömlunar og einn þroskaheftur einstaklingur. | |
9. | Stærð stjórnar: Stjórnin á að vera skipuð átta (8) einstaklingum að lágmarki. | |
10. | Endurnýjun í stjórn: Lög samtakana eiga að segja til um ákveðna endurnýjun stjórnar. Stjórnarmaður má í mesta lagi sitja samfellt í níu (9) ár. | |
11. | Tíðni funda og fundargerðir: Stjórnin á að funda í það minnsta ársfjórðungslega og halda skriflega fundargerð. | |
12. | Framkvæmdastjóri SO Íslands (Executive Director/National Director): Samtökin eiga að ráða framkvæmdastjóra sem; a) vinnur fyrir samtökin í launuðu- eða sjálfboðastarfi | |
13. | Áætlanir fram í tímann: Þróar og afhendir SOI skriflega áætlun um starfsemina ár fram í tímann. Gerir ársáætlun um starfið. | |
14. | Samskipti við SOI: Samtökin eru í reglulegu sambandi við SOI og er kleift að senda og taka á móti skilaboðum í pósti, símleiðis og með fax sendingu. | |
15. | Ársskýrsla: Afhendir SOI samantekt um árlega starfsemi sem hluti af því að fylla út umsókn um skráningu. | |
16. | Fjárhagslegt sjálfstæði: Samtökin eru fjárhagslega sjálfstæð og laus við allar hindranir í þá veru. | |
17. | Fjárhagsáætlun: Samtökin gera sjálfstæða frjárhagsáætlun eða hún er sem sjálfstæður liður í bókhaldi styrktarsamtaka (móðursamtaka). | |
18. | Skyldur um reikningsskil: Samtökin skila inn árlega skýrslu um ársreikninga til SOI. Í reikningunum á að koma fram rekstrar og efnahagsreikningur samtakana á síðasta reikningsári. | |
19. | Bankareikningar: Samtökin eiga að hafa bankareikninga sem sýna augljóslega allt það fjármagn sem aflað hefur verið í nafni samtakana. Einnig á að vera hægt að sama skapi að rekja alla reikninga sem greiddir hafa verið til verkefna á vegum samtakana. |
|
Skyldur tengdar fjáröflun samtakana. |
1. | Fjáröflun: Samtökin eiga skriflega tveggja ára áætlun um fjáröflun. | |
2. | Starfsfólk og úrræði: Samtökin eiga að hafa aðgang að fólki sem þekkir til þessa starfs og er tilbúið að vinna sem sjálfboðaliðar að fjáröflun fyrir samtökin. Þetta fólk á einnig að vinna að því að koma á góðri fjáöflunar áætlun. | |
3. | Samþykki og viðurkenning: Fjáröflun á að vera í samræmi við landslög og lög og reglur SOI um samninga. Einnig á að sjá til þess að samningar SOI séu viðurkenndir af SO Íslandi, í samræmi við aðalreglur SOI. | |
4. | Auglýsingar, fánar og merki: Ekki er leyfilegt að setja auglýsingar eða skilaboð á einkennisfatnað eða íþróttabúninga keppenda við opnunarhátíð eða keppni og á þetta að vera í samræmi við aðalreglur SOI þar sem fjallað er um auglýsingar, merkingar og þjóðfána. |