Afreksstefna ÍF er stefnumótandi ákvörðun æðstu forystu Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi.Afreksstefna þessi er á ábyrgð stjórnar ÍF og er stjórnað afAfrekssviði ÍF í samstarfi við fagnefndir sérgreina sem stundaðar eru innan ÍF.
Afreksfólk á alþjóða mælikvarða eru þeir einstaklingar eða lið sem hafa getu til að vera í verðlaunasætum á álfu-, heimsmeistara- eða Ólympíumótum.
Að ÍF hafi ávallt á að skipa einstaklingum eða liðum, sem standast kröfur til keppni á alþjóðlegum mótum í sínum íþróttagreinum.Í því fellst;
-> 2.1 að íþróttamenn/lið ÍF vinni til verðlaunaá Evrópu-, Heimsmeistara- og Ólympíumótum
-> 2.2 að koma íþróttamönnum inn í úrslit á Evrópu-, Heimsmeistara- og Ólympíumótum
Fagnefndum innan ÍF er falið að skilgreina innan sinna íþróttagreina þau viðmiðunarmörk sem hverju sinni flokkast sem árangur á alþjóðamælikvarða.Þessi viðmiðun ákvarðar síðan skipan í afreksflokka samanber lið 4.0 Afreksáætlun er unnin í samstarfi við félagsþjálfara eftir þeim afreksflokki semíþróttamaðurinn tilheyrir.Þar koma fram íþróttaleg markmið, skipulag þjálfunar, þátttaka á mótum, ferðalög, fjárhagsáætlun og annað.
Fagnefndirnar ásamt landsliðsþjálfara vinna verkefnaáætlun ársins fyrir hvern afreksflokk ásamt kostnaðaráætlun.
Viðmið fagnefnda ÍF ásamt verkefnaáætlun eru síðan lagðar fyrir Afrekssvið ÍF til samræmingar og stjórn ÍF til samþykktar.
Afrekssvið í samstarfi við fagnefndir, með samþykki stjórnar ÍF, ræður landsliðsþjálfara í viðkomandi íþróttagrein.Gerður skal skriflegur samningur við landsliðsþjálfara varðandi kaup og kjör, ráðningatíma og starfsvettvang.
3.1 Störflandsliðsþjálfara
Þegar ráðinn er landsliðsþjálfari til að starfa með fagnefnd sérgreinar eru verkefni hans meðal annars:
- Að gera tillögu um val íþróttafólks inn í afrekshópa.
- Að setja upp og stjórna æfingabúðum fyrir afrekshópa
- Að gera tillögur til fagnefndar um þátttakendur á mót.
- Að vinna að gerð afreksáætlana einstaklinga til samhæfingar þeirra vinnukrafta sem að slíku þurfa að koma.
- Að vera tengiliður milli íþróttamanna og nefndarinnar. Auk þess sem landsliðsþjálfari er í samskiptum við Afrekssvið ÍF, læknaráð og fleira er lýtur beint undir stjórn ÍF og viðkemur íþróttalegum markmiðum.
- Að vinna með fagnefnd að útbreiðslu íþróttarinnar, markmiðssetningu og framkvæmd móta.
Afreksstefna ÍF byggir á þremur flokkum:
4.1 A-flokkur => afrekshópur(sbr. lið 2.1)
4.2 B-flokkur => gjaldgengir þátttakendur á stórmótum (sbr. lið 2.2)
4.3 C-flokkur => efnilegir íþróttamenn sem hafa möguleika á að ná langt verði aðstæður skapaðar í þá veru.