Gildir frá 11.11.2000
1.0. ALMENN ÁKVÆÐI Keppt skal eftir reglum alþjóða kraftlyftingasambandsins með breytingum og viðbótum samkvæmt eftirfarandi reglum. 1.1. KEPPNISSTAÐUR Keppnin á að fara fram á afmörkuðum og merktum keppnisstað ( hæfileg stærð er 4 x 4 metrar ) þar sem löglegum búnaði er komið fyrir þ.e.a.s. stöng, bekk og grind. 2.0. FLOKKASKIPTING 2.1. SKAÐAHÓPAR Aðeins er keppt í flokki hreyfihamlaðra. Dæmi um skaðahópa sem hafa rétt til þátttöku í lyftingum eru.: Mænuskaðaðir, spastiskir og aflimaðir. 3.0. ÞYNGDARFLOKKAR Ekki skal skipta keppendum í þyngdarflokka heldur keppa allir á móti öllum. Sú þyngd sem keppandi lyftir margfaldast með alþjóðlegum margföldunarstuðli. Sá keppandi sem flest stig hlýtur telst vera sigurvegari, sá sem fær næstflest lendir í öðru sæti o.s.frv. Þó skal skrá Íslandsmet í eftirtöldum þyngdarflokkum.: FLUGUVIGT. Keppendur eru undir 52 kg.3.1. ALÞJÓÐLEGUR MARGFÖLDUNARSTUÐULL ATH. Ef líkamsþyngdin lendir ekki á heilu kg. er hún hækkuð upp. DÆMI: Maður sem vegur 65.5 kg. og lyftir 100 kg. fær 0.74 x 100 = 74 stig. |
KG | STUÐULL | KG | STUÐULL | KG | STUÐULL | KG | STUÐULL |
30 | 1.72 | 40 | 1.28 | 50 | 1.00 | 60 | 0.81 |
31 | 1.68 | 41 | 1.25 | 51 | 0.97 | 61 | 0.80 |
32 | 1.64 | 42 | 1.22 | 52 | 0.95 | 62 | 0.79 |
33 | 1.58 | 43 | 1.19 | 53 | 0.93 | 63 | 0.77 |
34 | 1.54 | 44 | 1.16 | 54 | 0.91 | 64 | 0.76 |
35 | 1.50 | 45 | 1.13 | 55 | 0.89 | 65 | 0.75 |
36 | 1.46 | 46 | 1.10 | 56 | 0.87 | 66 | 0.74 |
37 | 1.42 | 47 | 1.07 | 57 | 0.86 | 67 | 0.73 |
38 | 1.38 | 48 | 1.05 | 58 | 0.84 | 68 | 0.72 |
39 | 1.34 | 49 | 1.02 | 59 | 0.83 | 69 | 0.71 |
KG | STUÐULL | KG | STUÐULL | KG | STUÐULL |
70 | O.70 | 80 | 0.63 | 90 | 0.59 |
71 | O.69 | 81 | 0.63 | 91- 93 | 0.58 |
72 | 0.69 | 82 | 0.62 | 94- 96 | 0.57 |
73 | 0.68 | 83 | 0.62 | 97- 100 | 0.56 |
74 | 0.67 | 84 | 0.61 | 101- 105 | 0.55 |
75 | 0.66 | 85 | 0.61 | 106- 110 | 0.54 |
76 | 0.66 | 86 | 0.60 | 111- 120 | 0.53 |
77 | 0.65 | 87 | 0.60 | 121- 130 | 0.52 |
78 | 0.64 | 88 | 0.59 | 131- 140 | 0.51 |
79 | 0.64 | 89 | 0.59 | 141- 150 | 0.50 |
4.0. KEPPNISGREINAR Einstaklingskeppni í bekkpressu karla er hin eina viðurkennda keppnisgrein í lyftingum fatlaðra. Einstaklingskeppni í bekkpressu og réttstöðulyftu eru einu viðurkenndu keppnisgreinar lyftingum þroskaheftra. 5.0. ÁHÖLD 5.1. STÖNG Í hverri keppni á að nota alþjóðlega viðurkennda stöng. Hámarkslengd stangar má ekki vera meiri en 220 cm. Fjarlægð milli innstu lóða má ekki vera minni en 131 cm. Sá hluti stangarinnar þar sem lóðin eru sett á, á að vera 50 - 55 mm í þvermál. Þvermál stangarinnar á að vera 28 mm Þyngd stangarinnar á að vera 25 kg. með lásum. Stærsta lóðið á að vera 45 cm í þvermál. Lóðin eiga að hafa eftirfarandi þunga.: 50 kg., 25 kg., 20 kg., 15 kg., 10 kg., 5 kg., 2,5 kg., og 1,25 kg. Í mettilraun má nota léttari lóð. Í keppni á alltaf að nota sem fæst lóð við hverja þyngd. Þyngstu lóðin eru alltaf höfð innst en þau léttustu yst. Þyngdirnar eiga að vera jafnar beggja megin við gripið. Leikstjóri og dómari skulu sjá um að stöng og lóð hafi rétta þyngd. 5.2. BEKKURINN Bekkurinn á að vera úr tré, járni eða öðru svipuðu efni. Hann á að vera sterkur, stöðugur og uppfylla eftirfarandi kröfur.: HÆÐ: 46 cm. BREIDD: þar sem höfuð og axlir liggja: 30 - 30,5 cm. Að öðru leiti á bekkurinn að vera 50 cm breiður. LENGDIN: Mjórri endinn á að vera 70 - 80 cm, en öll lengdin á að vera 210 - 220 cm. 5.3. GRINDIN Grindin á að vera úr málmi eða öðru svipuðu efni. Hún á að vera stillanleg í mismunandi hæðir með möguleikum á læsingum. Minnsta hæð er 75 cm og möguleiki á minnst 5 cm hækkun. Grindin á að vera með heppilegum öryggisútbúnaði til að fyrirbyggja óhöpp. Lyftingamaður á ekki að geta klemmst af stönginni ef hann missir hana yfir höfði eða brjósti eða ef lyftingamaðurinn ræður ekki við að lyfta stönginni frá brjósti í byrjun lyftu. 5.4. KLÆÐNAÐUR |
5.4.1. | Klæðnaður keppenda á að vera eftirfarandi.: A) Samfestingur með axlarböndum. ( Nota skal stutterma bol fyrir innan samfestinginn ). B) Stuttar eða síðar buxur og stutterma bolur. C) Ætíð skal nota skó í keppni. |
5.4.2. | Hvað varðar útbúnað að öðru leiti gildir eftirfarandi.: A) Bolur á að notast við stuttar buxur og vera fyrir innan samfestinginn. Bolurinn á að vera kragalaus og má ekki hylja nema hálfan upphandlegginn. B) Keppnisbúningurinn skal vera heill og hreinn. Notist stuttar buxur og bolur skal bolurinn girtur ofan í buxurnar. C) Noti keppandi belti má það ekki vera meira en 10 cm breitt. D) Óleyfilegt er að nota hjálpartæki eða stuðning af gúmmíkenndu efni. E) Óleyfilegt er að nota plástur á fingurna. Hafi keppandi hins vegar sár í hendinni getur leikstjóri eða læknir mótsins leyft viðkomandi að nota plástur. Plástur vegna sárs í lófa er óheimilt að vefja yfir handarbakið. |
5.5. LEYFÐUR STUÐNINGURA) Úlnliðsstuðningur getur verið úr leðri eða verið teygjubindi. Hámarksbreidd má ekki vera meiri en 8 cm. Hámarkslengd má ekki vera meiri en 1 metri.5.6. BROT Á KLÆÐABURÐI Verði dómari þess var að klæðnaður eða annar útbúnaður keppenda sé ólöglegur skal stöðva keppni og yfirdómari gera viðkomandi keppanda aðvart. Brjóti sami keppandi oftar en einu sinni af sér varðandi klæðnað eða annan útbúnað, skal honum vísað úr keppni af leikstjóra. 6.0. KEPPNISREGLUR 6.1. VIGTUN OG RÖÐUN KEPPENDA Áður en keppni hefst skulu keppendur vigtaðir og jafnframt skal draga um röð keppenda. Tímatakmörk á vigtun og röðun getur verið tvenns konar. A) Vigtun hefst tveimur tímum áður en keppni hefst og lýkur einum tíma áður en keppni hefst. B) Vigtun hefst einum tíma og fimmtán mín. fyrir keppni og lýkur fimmtán mín. fyrir keppni. Framkvæmdaraðili keppninnar ákveður hvor tímatakmörkin eru notuð. Þátttakendur skal vigta nakta eða aðeins klædda mittisskýlu. Vigtun fer fram án allra stoðtækja s.s. gervilima, spelkna o.s.frv. Nákvæma þyngd við vigtun skal skrá á keppnisskýrsluna. Heimilt er að vigta keppanda tvisvar sinnum. Vigtun fer fram undir eftirliti dómara. Einn af þeim athugar útbúnað keppenda og dregur um röð þeirra. Mælt er með decimal vigt. Þegar tveir eða fleiri keppendur fara fram á að lyfta sömu þyngd í fyrstu tilraun ræður röð keppenda hver byrjar. Ef tveir eða fleiri keppendur fara fram á sömu þyngd skal sá keppandi sem gerir sína fyrstu tilraun ganga fyrir þeim sem gerir sína aðra eða þriðju tilraun. Sama gildir um keppanda sem framkvæmir sína aðra tilraun gagnvart þeim sem gerir sína þriðju tilraun. Ef keppandi hækkar þyngd sína um aðeins 2.5 kg. eftir fyrstu tilraun, telst það hans síðasta tilraun. 6.2. STARFSMENN Keppni skal stjórnað af.: A) Leikstjóra.Á stórmótum skulu einnig vera.: A) Ræsir.Starfsmenn skulu ætíð vera mættir tímanlega fyrir hvert mót. Hlutverk einstakra starfsmanna skal vera sem hér segir.: LEIKSTJÓRI Leikstjóri sér um að mótið fari fram samkvæmt settum reglum og dagskrá. Ákvarðanir leikstjóra má kæra til Í.S.Í. RITARI Ritari grandskoðar bók dómara fyrir keppni og færir honum skýrslu um mótið. Honum ber að sjá um að þulur og blaðamenn fái upplýsingar jafnharðan og keppni er lokið. KYNNIR Kynnir mótsins, sem jafnframt getur verið leikstjóri, kynnir keppendur og afrek þeirra. YFIRDÓMARI Yfirdómari á að fylgjast með keppninni og sjá um að reglum sé framfylgt til hins ítrasta. Hann úrskurðar í samráði við hliðardómara vafaatriði sem upp kunna að koma í sambandi við dómsúrskurð. DÓMARAR Dómarar skulu leitast við að fylgja öllum leikreglum sem nákvæmast. Þeir, ásamt yfirdómara, sjá um að öllum reglum sé fylgt. ( sjá kafla um dómarareglur ). STANGAREFTIRLITSMENN Stangareftirlitsmenn sjá um að setja lóð á stöngina. Þeir vinna verk sitt í samráði við dómara. 6.3. DÓMARAREGLUR 6.3.1. Dómarar kynna dómsúrskurði sína með ljósmerkjum. Hvítt ljós þýðir að lyftan sé gild. Rautt ljós þýðir að lyftan sé ógild. Ganga skal svo frá ljósakerfinu að það kvikni á öllum ljósunum samtímis. Séu ekki ljós til staðar má notast við rauð og hvít flögg. Dómar skulu falla án tafareftir að stöngin hefur verið sett í byrjunarstöðu. Meirihluti hvítra eða rauðra merkja ræður úrslitum. 6.3.2. STAÐSETNING DÓMARA Dómarar skulu vera staðsettir eins og myndin sýnir. 6.3.3. DÓMARAGRÁÐUR Yfirdómari skal vera A - landsdómari og meðdómarar a.m.k. B - landsdómarar. 6.4. STÖRF DÓMARA |
6.4.1. | Fyrir keppni skulu dómarar ganga úr skugga um að.: A) Stöng og lóð séu af réttri þyngd. B) Fylgjast með að rétt þyngd sé á stönginni. C) Fylgjast með að enginn annar en viðkomandi keppandi snerti stöngina meðan á lyftu stendur. D) Dómari sem verður þess var að keppandi gerist brotlegur við reglur skal án tafar gera meðdómara viðvart. Ef annar dómari gefur sama merki dæmist það meirihluti. Skal þá yfirdómari stöðva lyftuna og dæmist hún ógild. E) Dómari skal gæta þess að láta ekki utanaðkomandi athugasemdir hafa áhrif á dóma sína. |
6.4.3. | Yfirdómari gefur til kynna með klappi hvenær byrja má lyftu. Yfirdómari gefur til kynna hvenær lyftu er lokið. Yfirdómari skal leiðrétta missagnir kynnis. |
6.4.4. | Eftir að keppni lýkur skulu dómararnir.:
Mynd |