LEIKREGLUR Í BOGFIMI

Gildir frá 17.10.1998

1.0. ALMENN ÁKVÆÐI
2.0. FLOKKASKIPTING
3.0. ÁHÖLD
4.0. KEPPNISREGLUR



1.0. ALMENN ÁKVÆÐI.

Keppt er eftir reglum alþjóða bogfimisambandsins,(FITA) með eftirtöldum breytingum og viðbótum. Á Íslandsmótum ÍF verði keppt eftir reglum alþjóðasambandsins F.I.T.A. þ.e. fjöldi örva verði 120. Mótið skal fara fram ófrávíkjanlega á tveimur dögum og verði skotið 60 örvum hvorn dag.

2.0. FLOKKASKIPTING.

Keppt er í karla og kvennaflokki ef næg þátttaka fæst. Ef ekki eru nógu margir keppendur skráðir í karla-og kvennaflokk verður keppt í sameiginlegum flokki karla og kvenna.

3.0. ÁHÖLD

Hjálpartæki eru leyfð. Bogi og örvar skulu vera samþykkt af F.I.T.A.

4.0. KEPPNISREGLUR.

4.1. Velja má á milli sitjandi og standandi skotstöðu.

4.2. Aðeins er keppt í einstaklingskeppni.

4.3. Skotið er af 18 m færi.

4.4. Fjöldi örva er 2 x 60.

4.5. Skotskífan skal vera 40 cm í ummál.



ALÞJÓÐAREGLUR Í BOGFIMI

ORÐASKÝRINGAR


Lota: 3 örvar

Markhópur: Hópur skyttna um sama skotmark.

Skor: Ör sem hittir skotskífuna.

Skotmark: Trana með marktöflu úr viðeigandi efni, sem örvar geta stungist í og skotskífa er fest á.

Skotskífa: Sjá grein 17.6. hér á eftir.

Sveit: 3 einstaklingar.

Umferð: 30 örvar innanhúss og 36 örvar á útivelli.

EFNISYFIRLIT

bls

Hljóðmerki H.1.1. - H.1.4. 3
Sjónmerki H.2. - H.2.5. 3-4
Örvar-afturkast H.2.6. - H.2.6.1. 4
Mótstjóri (MS) H.3. - H.3.4. 4
Reynsluörvar H.4. - H.4.4. 4-5
Keppnin H.5. - H.5.5.12. 5-6
Stigatalning H.6. - H.6.10. 6
Gildar og ógildar örvar: H.7. - H.8.2.2. 6-7
Stigin jöfn H.9. - H.9.2.3. 7
Fjöldi í H.10. 7
Tækninefnd (TN) H.11. - H.11.4.11. 7-8
Klæðnaður H.12. - H.12.4. 8-9
Tæknilegar bilanir H.14. - H.14.3. 9

                                            Bogfimi FITA - innanhúss- og útivallarreglur.                                           

A=  Bogaútbúnaður 17. - 17.1.2. 9
Strengurinn 17.2 - 9
Miðunartæki 17.3. - 17.3.5. 10
Örvar 17.4. - 17.4.3. 10
Hjálpargögn 17.5. - 17.5.4. 11
B= Skotskífa 17.6. - 17.6.3. 11
C= Skotskífufjarlægð 17.7. - 17.7.3. 12
D= Skotsalur og útivöllur 17.8. - 17.8.9. 12-13
E= Skotaðferð 17.9. - 17.9.2. 13
F= Skottími 17.10 - 17.10.1. 13
G= Fjöldi örva 17.11 - 13


I. FITA: Federation Internationale de Tir a l'Arc.
Reglur alþjóðabogfimisambandsins.
(Þýðing úr þýsku - Alhliða íþróttareglur, kafli: Bogfimi.)
Innanhúss og á útivelli (gildir ekki um keppni á víðavangi)

H.1. EFTIRLITS- OG ÖRYGGISREGLUR:

H.1.1. Hljóðmerki :
H.1.2. Mótstjóri stjórnar keppninni á eftirfarandi hátt:
Tvöfalt flaut er merkið fyrir fyrsta hóp skyttna að ganga að skotlínunni. Eftir 20 sekúndur er flautað einu sinni og skottíminn byrjar og skyttan má skjóta. Annað tvöfalt flaut gefur til kynna að fyrsti hópur skyttna er búinn og annar hópur færir sig að skotlínunni. Eftur 20 sekúndur er flautað einu sinni og má þá skjóta. Á lengra færi er þetta endurtekið.

H.1.2.1. 30 sekúndum fyrir lok skottíma, sem er 2 1/2 mínúta, verður að gefa skyttunum viðvörun með hljóðmerki eða ljósmerki.

H.1.3. Þrefalt flaut þýðir að umferðin er búin og skytturnar ganga að skotmarkinu til að láta bóka stigin.

H.1.4. Margendurtekið flaut þýðir að skytturnar verða tafarlaust að hætta að skjóta.

H.2. Sjónmerki:

H.2.1. Þessi merki á að gefa með ljósi eða töflu á eftirfarandi hátt.

H.2.2. Ljósmerki: GRÆNT ljós logar þegar mótstjóri gefur leyfi með einföldu flauti að skjóta. GULT ljós sýnir að 30 sekúndur eru eftir af skottímanum. RAUTT ljós: byrja með tvöföldu eða margendurteknu flauti mótstjórans. Það má alls ekki sýna tvö ljós af mismunandi lit í einu.

H.2.2.1. Ef ljósmerki eru ekki tiltæk, verður að nota töflur.

H.2.3. Töflumerki:
H.2.3.1. Töflurnar eiga að vera a.m.k. 120 x 80 sm.
Önnur hliðin á að vera einlit, gul, og hin hliðin með 20-25 sm breiðum röndum. Þessar rendur eiga að vera svartar og gular á víxl og mynda 45 gráðu horn við gólf (eða jörð).

H.2.3.2. 30 sekúndum áður en reglulegur skottími fyrir 3 örvar endar, á röndótta hliðin að snúa að skyttunum.

Röndótta hliðin á töflunni má aðeins snúa að skyttunum þennan tíma.

H.2.3.3. Tölvuklukkur.
Ef notaðar eru tölvuklukkur verða tölurnar að vera minnst 30 sm á hæð og eiga að sjást skýrt í 180 sm fjarlægð. Það á að vera unnt að stöðva þær á augabragði og stilla á ný ef nauðsyn krefur. Þessar klukkur verða að geta gengið samkvæmt niðurtalningarreglum. Uppstilling klukkna verður að vera samkvæmt lið H.2.4. og H.2.4.1.

H.2.4. Sjónmerkjum á að koma þannig fyrir að þau séu vel sýnileg bæði fyrir hægri og vinstri handa skyttur.

H.2.4.1. Sjónmerkjum á að stilla upp minnst 10 m framan við skotlínuna og 5 m til hliðar við ystu skotbrautina báðum megin.

H.2.5. Ef allar skytturnar hafa lokið við að skjóta, áður en skottíminn (2 1/2) er liðinn, getur mótstjórinn haldið keppninni áfram með framangreindum sjón- og hljóðmerkjum.

H.2.6. Örvar sem hrökkva af skotmarkinu:
H.2.6.1. Hafi skytta skotið ör, sem hrekkur af, verður hún að tilkynna það (strax) tækninefnd mótsins, með því að halda boganum hátt yfir höfði sér. Þá verður gert hlé fyrir næstu umferð. Einn úr tækninefndinni kanna þá skotmarkið og merkir við gatið, ef það finnst. Finnist gatið ekki, verður að meta þá ör sem feilskot (ekkert stig).

H.3. Mótstjóri og eftirlit:
H.3.1. Á mótum eiga að vera 2 fulltrúar mótstjórans. Þessir fulltrúar aðstoða mótstjórann meðan mótið stendur yfir.

H.3.2. Mótstjórinn verður að ganga úr skugga um að engar örvar séu eftir í skotmarkinu þegar búið er að bóka stigin.

H.3.3. Þótt örvar verði óvart eftir á ekki að gera hlé á umferðinni.

H.3.4. Viðkomandi skytta getur lokið lotunni með öðrum örvum eða fengið að skjóta eftir að keppni er lokið á þessu færi. Í þessu tilfelli verður dómarinn að vera viðstaddur og fullvissa sig um samkvæmt stigatöflunni, hvað vanti af örvum úr fyrri umferð, áður en nýr árangur er skráður.

H.4. Reynsluskot:
15 mínútum áður en keppni dagsins byrjar, má skjóta reynsluskotum. Tveim umferðum með 3 örvum í hvorri undir eftirliti mótstjóra. Ekki má skjóta fleiri reynsluörvum þann daginn.

H.4.1. Skytturnar mega skjóta 6 reynsluskotum á styttra færi (30,50,25 eða 18m) A/B 2x3 reynsluörvum og fyrstu lotu af keppninni (3 örvar) á undan skyttum c/d.

H.4.2. Engin skytta má draga upp boga, með eða án örva, nema að standa á skotlínu.

H.4.3. Sé boginn dreginn upp með ör til reynslu á skotlínunni, verður skyttan að miða í átt að skotmarkinu, en fyrst verður hún að fullvissa sig um að svæðið fyrir framan og aftan skotmarkið sé mannlaust.

H.4.4. Dragi skytta upp boga með ör á, áður en merki til að draga er gefið og missir hana, telst þessi ör sem skot í næstu lotu, og hæsta stig í þessari lotu verður dregið frá, hvort sem örin lendir á skotmarkinu eða ekki.

H.5.  Framkvæmd mótsins:

H.5.1. Enginn má snerta annars útbúnað, nema með leyfi eigandans.

H.5.2. Meðan mótið stendur , mega einungis þær skyttur vera á skotlínunni, sem eiga að skjóta. Allar aðrar skyttur skulu halda sig fyrir aftan biðlínu með útbúnað sinn.

H.5.3. Skytta sem hefur lokið lotu skal þegar færa sig aftur fyrir biðlínuna.

H.5.4. Mæti skytta eftir að mótið er byrjað, tapar hún þeim lotum, sem búnar eru nema hún geti fullvissað mótstjórann um að töfin sé ekki sér að kenna. Þá gæti formaður tækninefndar leyft að skjóta þeim örvum, sem hún missti úr eftir að keppni á þessu færi er lokið.

H.5.5. Keppnin:
H.5.5.1. Hver skytta á að skjóta 3 örvum í hverri lotu.

H.5.5.2. Ekki mega fleiri en 4 skyttur nota sama skotmarkið.

H.5.5.3. Standi skytta á skotlínunni, má enginn leiðrétta hana eða veita upplýsingar með bendingum eða öðru.

H.5.5.4. Týni skytta örvum á keppnissvæðinu, eða gleymi örvum í skotmarkinu eftir að þær voru bókaðar, má hún nota aðrar ef það er tilkynnt tækninefndinni.

H5.5.5. Þessum örvum má því aðeins skjóta síðar, að skyttan eigi ekki fleiri.

H.5.5.6. Geti skytta ekki farið að skotmarkinu, biður hún aðra skyttu af sínu marki eða fulltrúa sinn, að lesa stigin fyrir sig.

H5.5.7. Stigatöfluna verða ritari og skytta að undirrita. Skyttan staðfestir þar með að hún er samþykk stigatöflunni. Eftir það eru athugasemdir útilokaðar. (Sjá uppdrátt af stigatöflu fyrir hvern keppenda og allsherjar stigatöflu fyrir stórmót.

H.5.5.8. Taki ritarinn þátt í keppninni, verður önnur skytta úr markhópi hans að undirrita stigatöflu hans.

H.5.5.9. Velti skotmark eða vindur rífi skotskífuna alveg af, verður að endurtaka öll skot á skífuna.

H.5.5.10. Ef skytta dregur upp boga sinn með ör á , áður en keppnin hefst eða í hléi þegar skipt er um færi, og missi hana í næstu lotu, og hæsta stig í þessari lotu verður dregið ( sjá líka H.4.4. og H.5.5.11.).

H.5.5.11. Ör, sem skotið er áður en merki er gefið til að skjóta eða eftir að skottíminn (2 1/2 mínúta) er liðinn, er ógild og verður hæsta stig skyttunnar í þessari lotu dregið frá.

H.5.5.12. Skytta má ekki lyfta boganum fyrr en merki er gefið.

H.6. Stigatalning:
H.6.1. Fyrir hvert skotmark á að skipa einn ritara. Séu skytturnar sjálfar ritarar verða þær alltaf að vera tvær.

H.6.2. Á 90, 70, og 60 m færi eru stigin bókuð þegar allar skyttur á skotmarkið hafa skotið 2 lotum (2 x 3 örvum).

H.6.3. Á stuttu færi á að bóka stigin eftir hverja lotu (3 örvar).

H.6.4. Ritari færir inn gildi hverrar örvar á stigatöfluna, eins og skyttan segir til um (les af).

H.6.5. Hinar skytturnar í sama markhóp fylgjast með að rétt sé fært inn.

H.6.6. Hvorki má snerta örvar eða skotmark fyrr en öll stig skyttnanna eru bókuð.

H.6.7. Eftir að öll stigin eru bókuð og örvarnar teknar úr skotmarkinu, verður að merkja skotgötin á viðeigandi hátt.

H.6.8. Ör verður metin eftir staðsetningu skaftsins á skotmarkinu.

H.6.9. Finnist í skotmarkinu eða á skotbrautinni, fleiri en 3 (6) örvar, sem tilheyra sömu skyttu, skulu aðeins reiknast stig þeirra þriggja (6) lægstu. Endurtaki slíkt sig má vísa keppenda úr leik.

H.6.10. Snerti ör tvo liti eða línu skal reikna hærra tölugildið.

H.7. Gildar örvar:
H.7.1. Ör verður metin gild:

H.7.1.1. Þegar hún lendir í skotmarkinu og festist þar.

H.7.1.2. Þegar hún lendir í skotmarkinu en hrekkur af og skotgat hennar finnst örugglega.

H.7.1.3. Þegar hún festist í annarri ör skal hún fá sama stigafjölda og sú ör, sem hún festist í.

H.7.1.4. Þegar hún festist í skotmarkinu, þótt hún hafi snert áður aðra ör.

H.7.1.5. Ef hún hittir aðra ör, en hrekkur af henni, skal meta eftir örinni, sem hún lenti á, ef sú ör finnst.

H.8. Ógildar örvar:
H.8.1. Ör gildir ekki sem skotin, þegar skyttan getur náð til hennar með boganum, án þess að breyta stöðu sinni á skotlínunni.

H.8.2. Ör er ógild.
H.8.2.1. Ef hún hefur snert gólfið (jörð) áður en hún lenti í skotmarkinu. Undantekning er ör í víðavangsbogfimi.

H.8.2.2. Ef hún lenti í öðru skotmarki.

H.9. Ef stigin eru jöfn:
H.9.1. Í einstaklingskeppni skal finna hæsta stigafjölda.
H.9.1.1. Með hæsta fjölda skora.
H.9.1.2. Með hæsta fjölda 10 (gull).

H.9.1.3. Með hæsta fjölda 9.

H.9.1.4. Ef enn er óútkljáð eru skytturnar taldar jafnar.

H.9.2. Í sveitakeppni skal finna hæsta stigafjölda.

H.9.2.1. Það lið, sem hefur bestu einstaklingsskyttu.

H.9.2.2. Það lið, sem hefur næst bestu einstaklingsskyttu.

H.9.2.3. Ef þá er enn óútkljáð, eru sveitirnar (liðin) taldar jafnar.

H.10. Fjöldi í sveit: 3 einstaklingar mynda eina sveit (konur eða karlar).

H.11. Tækninefnd: (TN)

H.11.1. Á lands-, meistara-, FITA - stjörnu- og þ.h. mótum verður að útnefna tækninefnd. Hún er skipuð formanni og aðstoðarmönnum.

H.11.2. Formaður TN verður að vera landskeppnisdómari.

H.11.3. Einn keppnisdómari má mest líta eftir 7 skotmörkum.

H.11.4. Viðfangsefni TN eru:

H.11.4.1. Að endurskoða öll fyrirskipuð mál (skotbrautarlengd, keppni og allan tímann, sem keppnin stendur yfir.

H.11.4.2. Að hafa eftirlit með útbúnaði skyttnanna fyrir keppni og allan tímann, sem keppnin stendur yfir.

H.11.4.3. Að fylgjast með keppninni.

H.11.4.4. Að fylgjast með þegar skot eru metin og bókuð.

H.11.4.5. Að ræða við keppnisdómarann um vafamál sem e.t.v. rísa meðan keppnin stendur yfir og að leysa deilumál sem kynnu að koma fram.

H.11.4.6. Í samvinnu við mótstjóra að grennslast eftir hvort örvar eru eftir á skotmarkinu eftir talningu. Verði samt örvar eftir á ekki að hætta lotunni.

H.11.4.7. Að gera hlé á móti í samráði við mótstjórann, ef nauðsynlegt er vegna fyrirsjáanlegra atvika (óveðurs o.þ.h.).

H.11.4.8. Að dæma endanlega umdeildar örvar (stig).

H.11.4.9. Villur í stigatöflunni má leiðrétta áður en örvarnar eru dregnar úr skotmarkinu. Þá leiðréttingu verður að staðfesta með undirskrift keppnisdómarans og skyttunnar.

H.11.4.10. Að semja skýrslu yfir keppnina í heild.

H.11.4.11. Mótmælum skal vísað til dómnefndar (JURY). Í dómnefndinni eru formaður og 2 meðdómendur. Varamaður skal vera fyrir hendi. (Dómnefndin dæmir ekki umdeildar örvar).

H.12. Klæðnaður:
H.12.1. Hvítur klæðnaður er æskilegur, en þó er félagsklæðnaður leyfilegur, en hann á að vera allur eins og þekkjanlegur sem íþróttaklæðnaður.

Stuttbuxur og venjuleg föt eru ekki leyfileg. Ermalausir bolir eru ekki leyfilegir karlmönnum. Skytta verður alltaf að vera í skóm.


H.12.2. Í vondu veðri má vera í hlífðarfötum.

H.12.3. Auglýsingar sem starfsmenn eða keppendum er heimilt að bera, mega ekki vera stærri en 3x3 sm. Aðeins er heimilt að bera auglýsingu frá einu fyrirtæki í sömu keppni.

H.12.4. Skotnúmerið verða keppendur að festa á bakið á sér, svo vel sjáist, og bera meðan keppnin fer fram.

H.14. Tæknilegar bilanir:
H.14.1. Tæknileg bilun telst, hnokki hrokkinn af, laus, brotinn eða á annan hátt ónothæfur. Skyttan má fá aukaskot.

H.14.2. Hnokkpunktur hrokkinn af er tæknileg bilun, sama hvort skyttan notar einn eða tvo hnokkpunkta. Skyttan má skjóta eftirá.

H.14.3. Við aðrar tæknilegar bilanir, (vafningar, hnokkpunktur eða slitinn strengur, brotinn bogi, bilun á sigtinu, brotin jafnvægisstöng) má skyttan fá hæfilegan tíma (ca. 2 lotur) til að laga bilunina. Tíma sem gefinn er til að laga tæknilega bilun, má EKKI nota til að bregða sér á salerni. Vafinn hnokkpunktur eða vafningar á strengnum fjaðrir eða hnokk á ör, sem losna, teljast EKKI tæknileg bilun, þar sem skyttur ættu að hafa með sér auka streng og örvar, en MD má gefa tíma til að skipta um streng. Skyttan getur ef nauðsyn krefur skipt við aðrar skyttur úr öðrum flokk síns skotmarks og fengið þannig tíma til nauðsynlegra erinda (svo sem salernisnota) ef MD veitir leyfi. Skytta má skjóta eftir á þeim fjölda örva, sem hún missti úr.


BOGFIMI - FITA - INNANHÚSS-OG ÚTIVALLARREGLUR:


17.      A Bogaútbúnaður: Keppnisútbúnaður í bogfimi.

17.1. BOGI er áhald sem hefur handfang (grip-millistykki) og tvo sveigjanlega arma. Á armendum eru hnokkar til að taka við strengnum.

17.1.1. Stillanleg og venjuleg örvasæti, "Berger-botton" og uppdráttarmerki ("klikker", spegill) eru leyfileg, en þau mega ekki ganga fyrir rafmagni eða öðrum rafeindabúnaði og ekki hjálpa við miðun.

17.1.2. Leyfilegt er að hafa jafnvægisstangir á boganum. Eftitfarandi skilyrðum verður að fylgja:

a)   Jafnvægisstangir mega ekki virka sem strengjaviðmiðun.

b)   Jafnvægisstangir mega aðeins snerta bogann.

c)   Jafnvægisstangir mega ekki trufla aðrar skyttur.

17.2. Strengurinn: Má vera úr hvaða efni sem er. Fjöldi þráða er ótakmarkaður.
17.2.1. Strengurinn má vera með aukavöfu í miðjunni fyrir fingurna og á þau má festa óhreyfanlegan hnokkpunkt eða marka fyrir honum.

Vafningarnir á strengnum uppdregnum mega ekki nema hærra en að nefinu.

17.2.2. Á strengendum skulu vera lykkjur til að hengja á hnokkana á bogaörmunum.

17.2.3. Munn- eða nefmerki eru leyfð á strengnum og er þvermál þess frjálst.

17.2.4. Önnur hjálpartæki eða merki á strengnum eru óheimil, t.d. sjóngöt (peepsight) eða slíkt.

17.3. Miðunartæki:
17.3.1. Sigti, merki á boganum eða miðunarpunktur á gólfinu. Aðeins er leyfilegt að nota eitt þessara miðunartækja.

17.3.2. Sigti sem er fest við bogann má vera stillanlegt með skrúfu eða rennibraut. Framlenging í skotátt er heimil. Það má ekki hafa þrístrend gler, linsur eða aðra stækkunarmöguleika, ekki hallamæli eða rafstýringu. Það má aðeins vera eitt sigti (óleyfilegt er veiðisigti o.fl. slíkt).

17.3.3. Merki á boganum til að miða með getur verið blýantastrik, límband eða eitthvað slíkt.

17.3.4. Litla plötu eða ræmu með fjarlægðarmerkjum má festa á hliðina á boganum, en má ekki fela í sér aukna miðun.

17.3.5. Gleraugu sem virka eins og kíkir og gleraugu með miðunartæki eru óleyfileg.

17.4. Örvar:
17.4.1. Ör er með skafti, hnokka, odd, fjöðrum og e.t.v. máluð.

17.4.2. Örvar hverrar skyttu eiga að vera skýrt merktar með nafni eða upphafsstöfum, fjaðrir af sama lit og gerð, hnokkar eins og sami litur á skafti.

17.4.2.1. Leyft er að hafa nafn eða upphafsstafi skyttunnar á plastfjöðrum, þar sem fjaðrir eru hluti örvarinnar.

17.4.3. Örvar sem skemma um of skotmarkið og skotskífuna eru bannaðar.

17.5. Hjálpargögn:

17.5.1. Leyfðar eru fingurhlífar í lögun sem fingur, toppar, hanska, lin leðurpjatla, eða plastræmur, ef þau fela ekki í sér hjálp til að halda í strenginn, eða til að hleypa af. Á mótum fatlaðra er fólki, mikið fötluðu á höndum, leyft að nota krók til að hleypa af, ennfremur leyfist einnig að festa bogann við boghöndina og fá stuðning fyrir olnboga boghandar, en ekki upp við öxlina, bönd til að reyra sig við stól eða hjólastól , ef þess er þörf (sjá myndir á bls. 13 og 14).

17.5.2. Fyrir boghöndina er heimill venjulegur hanski eða griplar.

17.5.3. Heimil eru önnur hjálpargögn, t.d. strengur til að spenna bogann með fóta-, brjóst- og armhlíf, bogalykkja, örvamælir dúsk- og gólfmerking ef hún er ekki hærri en 1 sm frá gólfinu.

17.5.4. Skytta má nota sjónauka til að athuga skor á skotmarkinu.

17.6.  B.        Skotskífa:
Skotskífur eru prentaðar á pappír. Þær eiga að vera festar á markatöflu úr viðeigandi efni, sem tekur við örvunum án þess að skemma þær. Miðpunktur skotskífunnar á að vera 1,30 frá gólfi. Leyfð frávik eru 5 sm til eða frá. Hæð gullsins á að vera sú sama á öllum skotskífum. Ef notaðar eru 60 sm skotskífur hvor yfir annarri, eiga gullin að vera 100 sm frá gólfi og fyrir 40 sm skotskífur 110 sm og 150 sm frá gólfi. Frávik mega vera 2 sm til eða frá. Á 40 sm og 60 sm skotskífum má frávik á mælingu hverra hinna 10 litahringja, mælt yfir miðpunkti, ekki vera mera en 1 mm til eða frá.

Á útivelli: Á 122 sm. skotskífum má frávik á mælingu hverra hinna 10 hringja, mælt yfir miðpunktinn, ekki vera meira en 3 mm og á 80 sm skotskífum ekki meira en 2 mm. Hverjum hinna 5 lithringja er skipt í miðju með 2 mm þunnri línu.

17.6.1. Skotmörkin eiga að halla ca. 15 gráður frá lóðlínu. Í skot markaröð eiga öll mörkin að halla eins.

17.6.2. Markatöflur úr hálmi, verður að breiða hlíf yfir til þess að örvarnar skemmist ekki.

17.6.3. Við hliðina á skotmarkinu eða undir því, má festa töflu með nafni eða númeri skyttunnar, sem sýni árangur eftir hverja lotu.

17.6.4. Á útivelli: Vindveifur úr léttu og vel sjáanlegu efni (t.d. rauðu eða gulu), verður að festa 40 sm yfir miðju skottöflunnar , eða 40 sm yfir töflunni, sem sýnir númer, nafn og árangur skyttunnar . Þessar veifur eiga ekki að vera stærri en 30 sm og ekki minni en 25 sm á hvern veg. Skotmörk skal tölusetja með svörtum(tölustafur gulur) og gulum (tölustafur svartur) spjöldum á víxl, spjaldastærð 30x30 sm. Byrja skal á svarta spjaldinu.

17.7. C.         Skotskífufjarlægð:
17.7.1. Skotið verður eftirfarandi lengd: 18 m og 25 m mælingafrávik engin innanhúss.

Á útivelli: 90,70,50 og 30 m fyrir konur í öllum flokkum. 50 og 30 m fyrir skyttur á grunnskólaaldri. Grunnskólaflokkar skjóta á 122 sm skotskífu á 50 m færi og á 80 sm skotskífu í 30 m fjarlægð.

17.7.2. Eina heildarumferð má skjóta á dag eða tvær samfylgjandi. Ef skotið er á tveim dögum, verður að ljúka lengri fjarlægðinni á fyrri deginum.

Á útivelli: Á mótum sem skotið er eftir fleiri reglum en FITA, verður alltaf að ljúka fyrst FITA umferðum.


17.7.3. Allir keppnisflokkar, að undanskildum skólaflokkum, skjóta á 25 m færi á skotskífu með 60 sm þvermáli og á 18 m færi á skotskífu með 40 sm þvermáli. Grunnskólaflokkar skjóta aðeins á 18 m færi á skotskífu með 60 sm þvermáli.

17.8.  D.         Skotsalur:
Sem skotsal má nota Íþróttahús eða önnur stór húsakynni. Lofthæð minnst 2,5 m.
17.8.1. Í Íþróttasalnum verður að girða rækilega frá biðlínunni til beggja hliða. Í mjög stórum húsum verður að fara eftir öryggisreglum FITA, utanhúss: þ.e. að girða af til beggja hliða 5 m frá skotlínunni og til beggja hliða 25 m frá skotmarkslínunni.

17.8.2. Svæðið bak við skotmarkslínuna verður að girða og gæta viðeigandi öryggis.

17.8.3. Ef sama skotbraut er notuð fyrir boga- og byssuskot í þar til nothæfu húsnæði, á skotlínan að vera á sama stað eða í mesta lagi 2 m fyrir framan byssu- og riffil- skotlínuna. Þá þarf ekki frekar að huga að örygginu.

17.8.4. Skotbrautirnar eiga að vera rétthyrndar og merktar. Fjarlægðin mælist frá miðju gulls á skotskífunni lóðrétt niður á gólf eða jörð að skotlínunni. (sjá leiðbeiningar á bls. 16.)

17.8.5. Skotbrautinar ættu að vera 5 m á breidd, minnst 4 m fyrir hver 2 skotmörk. Minnsta bil frá miðju skotmarki að miðju næsta skotmarks er þá 2,5 m eða 2 m. Skjóti aðeins 2 skyttur á sama skotmarkið, á skotbrautin að vera minnst 1, 60 m á breidd, svo hver skytta hafi minnst 80 sm svigrúm (sjá teikningu 17.8.5.).

17.8.6. Skotbrautir eiga að vera vel merktar með bandi eða krít á gólfi.

17.8.7. Biðlínan á að vera merkt minnst 3 m fyrir aftan skotlínuna og á útivelli 5 m.

17.8.8. Setja má upp stigatöflu, sem er það stór að hún sjáist bæði frá áhorfendum og keppendum.

17.8.9. Það er ráðlagt að halda skyttuflokkunum á skotlínunni aðgreindum.

E           Skotaðferð:
17.9. Þegar skotið er, á að halda um handfang bogans með annarri hendi og með hinni er strengurinn dreginn, honum haldið og sleppt.

17.9.1. Skyttan skal skjóta örvum sínum standandi án stuðnings, með fæturna sinn hvoru megin við skotlínuna, eða báða fætur á skotlínunni.

17.9.2. Fatlaðir eru undanþegnir ofanskráðri reglu.

F           Skottími:

17.10. Mótstjórinn á að sjá um, að skottíminn fyrir hverjar 3 örvar á 25 m, 60 örvar á 18 m á meistaramótum eða og 120 örvar á 18 m. Grunnskólaskyttur: 60 örvar á 18 m.

17.10.1. Þurfi að skjóta ör aftur vegna bilunar, er skottíminn 30 sek. fyrir hverja ör.

G            Fjöldi örva:
17.11. Á mótum: 30 örvar á 25 m 30 örvar á 18 m og grunnskólaskyttur:

30 örvar á 18 m.

60 örvar á 25 m, 60 örvar á 18 m á meistaramótum eða og 

120 örvar á 18 m. Grunnskólaskyttur: 60 örvar á 18 m.



Á útivelli: Ein FITA umferð= 144 örvar = 36 örvar á hverju færi og grunnskólaskyttur: 72 örvar.Það á alltaf að skjóta 3 örvum = ein lota.


Útskýringarmyndir.