Verkefni nemenda

 

Spurningar sem bárust um starfsemi ÍF  og svör sem gefin voru

 

 

 

1.                  Hve mörg íþróttafélög fyrir fatlaða eru starfrækt á Íslandi og hve margir eru iðkendurni   24 aðildarfélög 

 

2.                  Ca 911 iðkendur skv.kennsluskýrslu ÍSÍ   (breytilegt eftir árum)

 

3.                  Hve gamlir eru elstu/yngstu iðkendurnir –

 

Félög ráða inntöku félaga, allt frá litlum börnum í eldra fólk, erfitt að staðfesta aldurslágmark og hámark.

 

4.                  Hvernig er iðkendunum skipt:  Helstu flokkar eru;

 

5.                   Hreyfihamlaðir, þroskaheftir, blindir/sjónskertir og heyrnarlausir/heyrnarskertir

 

6.                  Geta allir fatlaðir/þroskaheftir tekið þátt eða eru einhver takmörk sett

 

Allir sem teljast innan ofantalinna hópa geta keppt í Íslandsmótum ÍF en aðildarfélög ÍF ráða sjálf hvort aðrir fái að æfa með einstaka félögum, s.s. misþroska börn og unglingar eða aðrir sem ekki falla undir skilgreinda flokka.

 

7.                  Hve stór hluti fatlaðra/þroskaheftra stunda íþróttir? 

 

8.                  Engar prósentutölur til staðar þar sem ekki er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um fatlaða/þroskaheftra frá Tryggingastofnun. Þó má gera ráð fyrir að Ísland falli undir 10% regluna, þ.e. að 10% af þjóðum séu á einhvern hátt fötluð EN þessi skilgreining á fötlun nær til mun fleiri þátta. Líkur á að fjöldi þeirra sem stunda íþróttir hér á Íslandi sé þó í hærri kantinum miða við önnur lönd vegna smæðar landsins og þ.a.l. er auðveldara að ná til fólks.

 

 

9.                  Sérhæfa iðkendur sig í einstökum greinum eða taka þeir þátt í öllu sem þeir geta? 

 

10.              Þeir sem teljast í hópi afreksíþróttafólksins sérhæfa sig alfarið í ákveðnum greinum en “hinn almenni iðkandi” sækir oft æfingar í fleiri greinum og keppir jafnvel í fleiri en einni grein á Íslandsmótum ÍF.

 

11.              Hverjar eru vinsælustu íþróttirnar meðal fatlaðra? 

 

Boccia er fjölmennasta greinin en þar næst má segja að sundið sé vinsælasta greinin.  Þetta tekur þó allt mið af því að sum félög bjóða aðeins upp á fáar greinar.

 

12.              Koma iðkendur aðeins hingað til að stunda íþróttir eða bjóðið þið uppá eithvað meira?

 

 Iðkendur innan aðildarfélaga ÍF stunda æfingar sínar þar og ÍF hefur ekki umsjón með því starfi,  ÍF sér um að halda utan um heildarstarfið og auk þess að standa fyrir mótum og öðrum verkefnum innanlands og senda hópa erlendis eru ýmis verkefni í gangi sem tengjast meira félagslega þættinum.   Þar má nefna sumarbúðir ÍF á Laugarvatni sem haldnar eru árlega auk þess sem alls kyns kynningarstarf á nýjum tækifærum fatlaðra til íþrótta- og útivistar eru kynnt.  ÍF reynir að miðla þeim upplýsingum sem fást erlendis frá á þessu sviði ef þær er spennandi fyrir Ísland.

 

13.              Er samkeppni milli einstaklinga/félaga eða fer öll starfsemi fram í bróðerni?

 

Á sama hátt og hjá ófötluðum er slíkt persónubundið og ekki hægt að alhæfa um það en mikil ánægja og gleði er yfirleitt ríkjandi á mótum á vegum ÍF.

 

14.              Eru einhverjir einstaklingar sem neita að horfast í augu við fötlun sína og vilja ekki taka þátt? 

 

Það koma alltaf um slík dæmi en sem betur fer eru fleiri sem stíga skrefið og ákveða að slá til að prófa að vera með.

 

15.              Hvert er helsta markmið Í.F.

 

Helsta markmið ÍF er í raun að eyða sjálfu sér, þ.e. að stuðla að því að séríþróttafélög fatlaðra og sérstakt íþróttasamband fatlaðra sé óþarft.  Þetta er þó óraunverulegt markmið eins og staðan er í dag en þó sú stefna sem taka þarf mið af í starfinu.

Í dag er mikilvægast fyrir  ÍF að kynna fyrir fötluðum tækifæri þeirra til íþróttaþátttöku og ekki síður að opna leið fyrir þennan hóp til að nýta sér tilboð á vegum skóla, félagasamtaka og almennra íþróttafélaga þrátt fyrir sína fötlun, hvar sem er á landinu.

 

16.              Er einhver menntun nauðsynleg fyrir leiðbeinendur Í.F. Ef svo er þá hvaða menntun?

 

17.               ÍF leggur mikla áherslu á að líkami fatlaðra er fyrst og fremst byggður upp á svipaðan hátt og líkami annnarra, sérstaðan er minni en það sem sameinar.  Það á því að gera nákvæmlega sömu kröfur til þjálfara fatlaðra varðandi menntun sem tengist líkamsþjálfun, en gera þarf ráð fyrir því að þessir aðilar kynni sér takmörk hvers og eins og taki mið af því.  Þeir sem afla sér síðan sérstakrar menntunar sem tengist þjálfun fatlaðra, gera það í viðbót við það grunnnám sem fyrir er.

Gott er að allir þeir sem þjálfa fatlað fólk fái ráðgjöf og upplýsingar frá ÍF og /eða öðrum þeim aðilum sem málum tengjast og sæki sérnámskeið sem boðið er upp á ég vegum ÍF.

 

 

18.              Sjáið þið miklar framfarir hjá iðkendum (líkamlegar eða/og andlegar

 

Já, í langflestum tilvikum er um greinilegar framfarir að ræða og ekki síður

hefur félagsskapurinn jákvæð áhrif á félagslega stöðu einstaklinga.

 

 

19.              Hvernig finnst þér viðhorf almennings til Í.F. vera?

 

 Í heildina séð tel ég það vera mjög jákvætt, helsta vandamálið er skortur á viðurkenningu fatlaðs afreksfólk sem enn þarf að glíma við það viðhorf að ekki sé hægt að gera jafn mikið úr þeirra afrekum og ófatlaðra.  Þetta er fyrst og fremst spurning um tíma en ljóst er að hugarfari verður ekki breytt svo auðveldlega ef afstaða er tekin.

 

20.              Íslendingar hafa löngum staðið sig vel í íþróttum fatlaðra. Hverju er það helst að þakka?

 

Markvissri þjálfun hjá aðildarfélögum ÍF, metnaði einstaklinganna sjálfra, sterkri umgjörð um landslið og markvissri uppbyggingu hjá ÍF á þessu sviði í samvinnu við landsliðsþjálfara.

 

21.              Fatlaðir íþróttamenn standa sig oft mjög vel (betur en aðrir íslenskir íþróttamenn)en engu að síður fá þeir litla umfjöllun í fjölmiðlum. Eru fjölmiðlar feimnir við að fjalla um íþróttir fatlaðra eða eru forystumenn hreyfingarinnar ekki nógu duglegir við að koma sínu fólki á framfæri?

 

 

Það er erfitt að finna svar við þessu, ÍF telur að vel hafi verið staðiö að því að koma upplýsingum um afrek og frammistöðu íþróttafólksins á framfæri við fjölmiðla og aðra þá sem málið varðar.  Þetta mál hefur verið afar erfitt og í raun er ekki hægt að meta stöðuna á annan hátt en þann að lítið hafi áunnist í þessum málum.  Oft virðist sem nú sé sigur unninn en þegar á reynir virðist sem fatlaðir falli í skuggann og á þetta sérstaklega við um það þegar hægt er að staðfesta afrek þeirra í raun t.d. við val samtaka íþróttafréttamanna  á íþróttamanni ársins.

það er þó vert að benda á að bæjarfélög hafa verið alveg óhrædd við að meta afrek fatlaðra til jafns við aðra og margt fatlað íþróttafólk hefur verið valið íþróttamaður ársins í sínu bæjarfélagi.

 

22.              Á íþróttamótum fyrir fatlaða er hinn sanni keppnisandi í hávegum hafður. Kennið þið iðkendum að bera virðingu fyrir öðrum og keppa sér til ánægju eða er þetta viðhorf  þeim eðlislægt.

 

Þetta er góð spurning og það hefur vissulega vakið athygli hve góður andi virðist ríkja á mótum þar sem fatlaðir keppa.  Það er spurning hver kennir hverjum á þessu sviði, það hlýtur fyrst og fremst að vera einstaklingurinn sem kemur fram eins og hann er en auðvitað skapast líka góð stemming ef vel er staðið að verkefnum og megináhersla lögð á að láta hlutina ganga vel.