Mánudagur 16. desember 2013 13:55

Grámulla til styrktar íţróttastarfi fatlađra barna


Skartgripir Leonard sem tengdir eru Flóru Íslands hafa veriđ seldir til stuđnings íţrótta- og tómstundastarfi barna síđustu ár og ađ ţessu sinni verđur Grámulla seld til styrktar íţróttastarfi barna hjá Íţróttasambandi fatlađra. Ţađ var handknattleiksmađurinn Ólafur Stefánsson sem afhenti ţremur öflugum ungmennum fyrstu Grámulluna í verslun Leonard í Kringlunni.

Ţeir Hafliđi Hafţórsson, Hilmar Björn Zoega og Ísar Ţorsteinsson ćfa allir frjálsar íţróttir undir leiđsögn Lindu Kristinsdóttur og Theodórs Karlssonar en ćfingar ţessar eru liđur Íţróttasambands fatlađra í ţví ađ bjóđa fötluđum börnum 13 ára og yngri upp á frjálsíţróttaćfingar og önnur fjölbreytt ćfingaúrrćđi međ svokölluđum kynningardögum ţar sem hinar ýmsu íţróttir eru kynntar fyrir börnum og ungmennum á ţessum aldri.

Grámulla er bćđi hálsmen og eyrnalokkar sem Eggert Pétursson og Sif Jakobs hafa hannađ fyrir Leonard en Grámulla er smíđuđ úr silfri međ ródíumhúđ og skreytt sirkonsteinum og er ađ sjálfsögđu jólagjöfin í ár!

Ţess má einnig geta ađ allir eru velkomnir á frjálsíţróttaćfingar ÍF fyrir fötluđ börn 13 ára og yngri en ćfingarnar fara fram á fimmtudögum kl. 16:30 í frjálsíţróttahöllinni í Laugardal. Nánari upplýsingar um ćfingarnar veitir Linda Kristinsdóttir annar ţjálfara viđ ćfingarnar og formađur frjálsíţróttanefndar ÍF í síma 862 7555.

Mynd/ Efri röđ frá vinstri: Sif Jakobs, Ólafur Stefánsson, Sćvar Jónsson, Helga Daníelsdóttir, Egger Pétursson. Neđri röđ frá vinstri: Hafliđi Hafţórsson, Ísar Ţorsteinsson og Hilmar Björn Zoega.

Til baka