Mánudagur 24. mars 2014 14:34
Sundkonan Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður/Breiðablik, setti um helgina nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 800m. skriðsundi á Actavismótinu í Hafnarfirði.
Aníta Ósk keppir í flokki S14, flokki þroskahamlaðra, og bætti met Kolbrúnar Öldu Stefánsdóttur sem staðið hafði síðan í febrúar 2012. Aníta kom í bakkann á tímanum 10:38,53 mín. en gamla metið var 10:42,74 mín.