Miđvikudagur 7. janúar 2015 13:47

Sigrún Huld sćmd riddarakrossi fálkaorđunnar


Á nýársdag 2015 var Sigrún Huld Hrafnsdóttir sćmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorđu fyrir afrek og framgöngu á vettvangi íţrótta fatlađra. Sigrún Huld Hrafnsdóttir fćddist 12. janúar 1970, dóttir hjónanna Kristínar Erlingsdóttur og Hrafns Magnússonar. Hún ólst upp í Seljahverfinu og gekk í Öskjuhlíđarskóla til 18 ára aldurs. Í dag vinnur hún hjá Nóa Síríus og líkar ţađ vel, hlaut nýlega viđurkenningu fyrir 25 ára starfsaldur ţar.

Í nýlegu fréttabréfi frá Íţróttafélaginu Ösp segir:

Ţađ er vitaskuld fréttnćmt ađ ţroskahamlađur og einhverfur einstaklingur eins og Sigrún Huld skuli fá slíka viđurkenningu fyrst allra. Ţar međ er vonandi brotiđ blađ í viđhorfum samfélagsins til ţroskahamlađra og einhverfra einstaklinga sem skarađ hafa framúr í íţróttum og veriđ fyrirmynd annarra í svipuđum sporum.

Sigrún Huld var ein fremsta sundkona úr röđum fatlađra. Hún hún hóf ćfingar hjá Íţróttafélaginu Ösp áriđ 1983 og hćtti keppni í lok árs 1996 eđa eftir 13 ára sigursćlan feril. Sigrún Huld var nćr ósigrandi á sundmótum bćđi hér innanlands og erlendis ţegar hún keppti fyrir Íslands hönd.
 
Sigrún Huld var um árabil ein fremsta sundkona úr röđum fatlađra. Hún hóf ćfingar hjá Íţróttafélaginu Ösp áriđ 1983 og hćtti keppni í lok árs 1996 eftir 13 ára sigursćlan feril.
Bestum árangri náđi Sigrún Huld á Ólympíumóti fatlađra í Madrid á Spáni áriđ 1992 ţegar hún vann til 9 gullverđlauna og 2 silfurverđlauna og setti um leiđ 4 heimsmet í einstaklingsgreinum og fjögur í bođsundum.

Sagt var ađ Sigrún Huld Hrafnsdóttir hefđi unniđ til svo margra gullverđlauna ađ mótshöldurum fannst varla taka ţví ađ taka íslenska fánann niđur, nema ef vera skyldi vegna fánareglna og spurt var hvort ţađ vćri til styttri útgáfa af ţjóđsöngnum.

Sigrún Huld skömmu eftir komuna til landsins frá Madrid međ níu gullverđlaun og tvenn silfurverđlaun. Eftir Ólympíumótiđ í Madrid átti Sigrún Huld ennţá glćstan sundferil og setti til viđbótar nokkur heimsmet í keppnum sínum hér heima og erlendis. Hennar ađalgrein var bringusund og á hún enn Íslandsmet í 100 og 200 metra bringusundi.

Sigrún Huld var ţrívegis valin íţróttamađur ársins hjá Íţróttasambandi fatlađra, 1989, 1991 og 1994 og áriđ 1991 var hún útnefnd besti íţróttamađur ţroskaheftra í heiminum af Alţjóđasamtökum ţroskaheftra, INAS. Ţá var hún valin íţróttamađur Reykjavíkur áriđ 1992. Einnig var hún valinn mađur ársins hjá hlustendum Rásar 2 og Bylgjunnar á árinu 1992.
Óhćtt er ađ fullyrđa ađ Sigrún Huld hafi rutt brautina svo um munađi á Ólympíumótum fatlađra međ glćstum sigrum sínum í Madrid en síđan liđu heil tuttugu ár, ţar til sundmađur úr röđum ţroskahamlađra, líka alin upp í Ösp, Jón Margeir Sverrisson, náđi ţví ađ vinna gullverđlaun á sama vettvangi.




Hér má nálgast viđtal viđ Sigrúnu Huld sem tekiđ var viđ hana fyrir tímarit ÍF, Hvati, áriđ 2010.

Íţróttasamband fatlađra óskar Sigrúnu Huld innilega til hamingju međ riddarakross hinnar íslensku fálkaorđu.

Mynd 1/ www.forseti.is - Frá Bessastöđum á Nýársdag.
Mynd 2/ Sigrún Huld komin til Íslands frá Madrid áriđ 1992 drekkhlađin verđlaunum.


Til baka