Mánudagur 23. mars 2009 15:30

Úrslit Íslandsmóta ÍF: Rúmfatalagerinn áfram einn helsti bakhjarlinn

Helgina 20.-22. mars síðastliðinn fóru fram Íslandsmót ÍF í fimm greinum, sundi, boccia, bogfimi, lyftingum og frjálsum íþróttum. Keppt var í frjálsum íþróttum á föstudag en hinar greinarnar fóru fram á laugardag og sunnudag. Keppni í sundi fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði.

Við mótssetningu Íslandsmóta ÍF um síðustu helgi undirrituðu Íþróttasamband fatlaðra og Rúmfatalagerinn áframhaldandi samstarfs- og styrktarsamning. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF og Magnús Sigurðsson framkvæmdastjóri Rúmfatalagersins undirrituðu samninginn og var Frú Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri Reykjavíkurborgar vottur að undirrituninni. Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára og sagði Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs ÍF við mótssetninguna að Rúmfatalagerinn hafi um áratugaskeið verið aðalstyrktaraðili sambandsins og að gott væri til þess að vita að þetta öfluga fyrirtæki geti sent út jákvæð skilaboð í þjóðfélagið í því efnahagsástandi sem nú ríkir.

Úrslit mótanna:
Boccia - sveitakeppni
Bogfimi
Frjálsar íþróttir
Lyftingar
Sund

Nánar

Til baka