Miðvikudagur 22. apríl 2009 16:19

Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi á Íslandi í október 2009

Dagana 15.-25. október næstkomandi mun Íþróttasamband fatlaðra standa að Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í innilauginni í Laugardal. Gert er ráð fyrir að 500-600 sundmenn taki þátt í mótinu og er skráning þegar hafin. Undirbúningur fyrir mótið er vel á veg kominn en þann 23. ágúst n.k. verður endanlegur keppendafjöldi staðfestur.

Á blaðamannafundi ÍF miðvikudaginn 22. apríl sagði Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF það ánægjulegt hve margir keppendur væru skráðir til leiks og sagði það sérstakt fagnaðarerindi að þroskaheftir sundmenn yrðu með á mótinu. Síðan á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney árið 2000 hafa þroskaheftir íþróttamenn ekki fengið að taka þátt í mótum á vegum Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC). Sökum svindlmáls sem komst upp um í herbúðum Spánverja var þroskaheftum meinaður aðgangur að mótum IPC en nú í fyrsta sinn síðan árið 2000 verður breyting þar á. Evrópumeistaramótið á Íslandi verður fyrsta skrefið í því að innleiða að nýju þroskahefta íþróttamenn inn í mótahald IPC. Samnorræn samstaða hefur verið allar götur síðan 2000 um að hafa þroskahefta íþróttamenn áfram á mótum IPC en það hefur ekki tekist fyrr en nú og því hefur mikill áfangasigur verið unninn í þessum málefnum.

Nánar...

Til baka