Laugardagur 16. maí 2009 11:45

14. Sambandsþing ÍF sett á Radisson SAS Hótel Sögu

Í morgun hófst 14. Sambandsþing Íþróttasambands fatlaðra á Radisson SAS Hóteli Sögu í Reykjavík. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður ÍF setti þingið og í kjölfarið tóku til máls Hafsteinn Pálsson ÍSÍ, Halldór Sævar Guðbergsson ÖBÍ, Ásta Friðjónsdóttir og síðar heiðraði ÍF þá einstaklinga sem unnið hafa til verðlauna á EM, HM, Ólympíumótum fatlaðra eða hafa verið útnefndir íþróttamenn ársins. Norrænir félagar frá Nord-HIF funduðu í gær á Radisson SAS hótelinu og við þingsetningu í dag komu þeir færandi hendi og gáfu ÍF góðar gjafir í tilefni af 30 ára afmælinu.

Áætluð þingslit í dag eru á milli 17 og 18 en nánar verður greint frá þinginu síðar í dag eða á morgun.

Hér að neðan má sjá þá íþróttamenn sem heiðraðir voru við þingsetninguna í morgun. Þeir íþróttamenn sem ekki áttu þess kost að mæta við athöfnina geta sótt heiðursverðlaun sín á skrifstofu ÍF alla virka daga á skrifstofutíma.

Nánar...

Til baka